19.12.2013
Í gær lögðum við land undir fót og heimsóttum kirkjuna á Þórshöfn.Þar áttum við yndislega stund þar sem skólastjóri fór yfir þýðingu þessa húss, kirkjunnar fyrir kristna menn og nefndi til dæmi að ekki mætti hlaupa í kirkjum og þar þyrfti að taka niður húfurnar! Hún minntist þess líka að það hefði verið harðbannað að sjá jólatréð fyrr en klukkan 18:00 á aðfangadag - en í dag stendur tréð fullskreytt í stofunni hjá henni! Já svona hefur margt breyst.
Hanna María fór yfir helstu tákn sem finna má í kirkjunni, merkingu skírnarinnar, altaris og predikunarstóls - sem er líklega eini stóllinn sem fyrirfinnst sem ekki hefur nokkra setu og aldrei er sest í.
Sungin voru nokkur jólalög og við erum alveg ákveðin í því að gera þetta aftur á næsta ári, svo vel tókst til!
Takk fyrir indæla stund í kirkjunni krakkar.
.
Lesa meira
18.12.2013
Á morgun fimmtudag verður skólinn til hádegis og fara nemendur þá heim (hádegisverður er í boði fyrir áskrifendur) og koma aftur klukkan 16:00 á litlu jólin.
Lesa meira
18.12.2013
Á morgun er hátíðardagur í skólanum okkar! Litlu jólin eru ætíð einn af helstu viðburðum skólaársins - enda mikil hátíð.Litlu jólin hefjast klukkan 16:00 á morgun og nemendur mega koma með nammi með sér í skólann og drykk að eigin vali.
Nemendur eiga sömuleiðis að koma með pakka á litlu jólin sem kosta um 500 - 1000 krónur - rétt til að gleðja bekkjarfélagana.
Klukkan 18:00 er nemendum skólans boðið til kvöldverðar í Þórsveri ásamt starfsfólki skólans.
Lesa meira
15.12.2013
Á liðnum vikum höfum við í skólanum verið að þreifa okkur áfram með nýjan vef hér á wordpress.Gamli vefurinn okkar á grunnskolinn.is/thors, þykir þungur og erfiður í umgengni.
Lesa meira
15.12.2013
Ekki verður val í næstu viku heldur verða nemendur í 8.- 10.bekk í hefðbundinni kennslu á mánudag og miðvikudag eftir hádegi.Annars er skipulag næstu viku í grófum dráttum þetta:
16.
Lesa meira
14.12.2013
Nú þegar jólin nálgast eru íbúar Þórshafnar því vanastir að líta augum vel skreytta glugga Grunnskólans.Myndirnar hafa prýtt gluggana í rúm 30 ár og því ekki að undra að þær hafi skapað sér sess í jólamenningu Þórshafnar.Það er hins vegar svo að myndirnar eru margar hverjar orðnar mjög illa farnar og erfitt og jafnvel illmögulegt er að setja þær upp.
Lesa meira
09.12.2013
Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatalinu okkar að 19.desember er nú orðinn tvöfaldur dagur.Vegna þessa er frí föstudaginn 20.
Lesa meira
09.12.2013
Kæru foreldrar barna í Frístund GÞ: Engin Frístund verður á fimmtudaginn, 12.desember.Að venju er ekki gæsla á föstudaginn.
Lesa meira
07.12.2013
Í dag voru haldnir frábærir tónleikar í kirkjunni hér á Þórshöfn.Þeim stjórnaði Kadri af miklum myndugleika þar sem nemendur á grunnskólaaldri fluttu fjölbreytta dagskrá: Jólalög auk annarra voru sungin og leikin - meðal annars heyrðust tónar ættaðir frá Edward Grieg.
Lesa meira
05.12.2013
Á morgun bjóðum við í skólanum upp á kakó í tilefni jólastöðanna! Nemendur mega koma með smákökur í skólann, en munið - það er sérlega góður hádegismatur.Kennslu lýkur klukkan 12 á morgun - það er ekki tími eftir hádegið!
Lesa meira