Fréttir

Norðurþingsdagurinn haldinn í annað sinn

Á föstudaginn kemur, þann 14.febrúar er starfsdagur í Grunnskólanum á Þórshöfn, sem og öðrum skólum héraðsins og Norðurþingi. Félags og skólaþjónusta Norðurþings stendur fyrir glæsilegri dagskrá á Húsavík fyrir allt starfsfólk grunnskólanna og gefst þarna gott tækifæri fyrir fólk að fræðast, hittast og skiptast á hugmyndum. Vegna þessa er ekki skóli nú á föstudaginn og vonum við að foreldrar og nemendur geti nýtt langa helgi til góðra verka!.
Lesa meira

Í öllum bænum skellið á krakkana endurskinsmerkjum

Á hverjum morgni hugsar skólastjórinn með sér hve myrkrið sé dimmt og skyggnið lítið.Stundum er næstum eins og bíllinn sé ljóslaus! Það sést bara ekki neitt! Og ekki heldur blessuð börnin.
Lesa meira

Velheppnað Þorrablót

Það var góð stemming á þorrablóti skólans síðast liðinn fimmtudag.Nemendur stóðu fyrir glæsilegri skemmtidagskrá, leikrit, upplestur, spurningakeppni, myndbönd unnin af nemendum voru sýnd og síðast en ekki síst - þá lagði hárkarlailminn um allt Þórsver.
Lesa meira

Byrjendalæsi - lestur barna heima

Á undanförnum áratugum hefur safnast saman mikil þekking á eðli læsis.Það hefur sýnt sig að læsi er ekki einföld færni.Læsi er félagsleg athöfn, sem tekur á sig mörg form, með mismunandi tilgang og innihald, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Það sem fjölskyldur gera eða gera ekki heima með börnum sínum hefur áhrif á nám þeirra, þ.m.t.
Lesa meira

Frístund hættir klukkan 15:00 á fimmtudag

Vegna þorrablóts Grunnskólans lýkur Frístundinni klukkan þrjú á fimmtudag.
Lesa meira

Kennslu lýkur klukkan 13:00 á föstudag

Vegna endurmenntunar kennara lýkur kennslu allra nemenda klukkan 13:00 á föstudag.
Lesa meira

Þorrablót á fimmtudaginn

Á morgun fimmtudag er tvöfaldur dagur hjá okkur í skólanum.Fyrrihluti dagsins er hefðbundinn og kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá. Klukkan 17:00 hefst Þorrablót skólans en þá er hefð fyrir því að nemendur og foreldrar þeirra mæti í Þórsver og borði saman þorramat sem fólk kemur með sér að heiman. Verslunin Samkaup er full af ljúffengum þorramat og okkur er því ekkert að vanbúnaði að blóta þorrann! Gestir taka með sér borðbúnað, glös og drykki og sjá sjálfir um fráganginn. Hefð er fyrir því að gestir komi í þjóðlegum klæðnaði - lopapeysan er alltaf sígild, en hún er ekki nein skylda! Nemendur hafa verið að undirbúa skemmtidagskrá fyrir Þorrablótið og munu standa fyrir glæsilegri dagskrá. Búast má við að skemmtunin standi til klukkan 19:00 og þá taki frágangur við. Frístund verður á morgun til klukkan 15:00.
Lesa meira

Inngangur

Á morgun, þriðjudaginn 4.febrúar er samtalsdagur í skólanum.Umsjónarkennarar hitta nemendur sína og foreldra í sínum umsjónarstofum. Vegna óhapps sem varð við austur inngang skólans, er gengið inn um vestur innganginn. Verið velkomin og vonandi hafið þið notið þess að fara í gegnum námsmatsmöppurnar! Munið að taka möppuna með í samtalið á morgun og ekki gleyma að fylla út vetrarsamtalsblaðið sem fylgdi með henni! Allir eru velkomnir í kaffisofa á kaffistofunni okkar. P.s:  Þakkir fyrir frábærar viðtökur á skráningunni á Mentor! Bara snilld að það sé hægt að ganga svona frá skráningunum en þetta eykur líkurnar á því að allir fái tíma sem henti þeim sem best.
Lesa meira

Samlokusala á föstudaginn og sparinesti!

Samkvæmt hefð er leyfilegt að koma með sparinesti í skólann síðasta föstudag í mánuði.Á föstudaginn ætla krakkarnir í 7.og 8.
Lesa meira

Námsmatsmöppurnar fara heim á morgun

Á morgun fimmtudag, koma nemendur heim með námsmatsmöppurnar sínar til að sýna og kynna fyrir foreldrum sínum og forráðamönnum. Í námsmatsmöppunni er eyðublað sem allir nemendur eiga að svara og koma með útfyllt í samtalið við kennarann sinn þann 4.
Lesa meira