Fréttir

Sundlota á vorönn

Sundlota hefst 24. febrúar, sjá stundaskár hér
Lesa meira

Lausar stöður til umsóknar skólaveturinn 2025-2026

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Unnið er eftir agastefnunni Jákvæður agi, skólinn tekur þátt í verkefunum Heilsueflandi grunnskóli og Grænfáninn. Unnið er í anda lærdómssamfélags og er innleiðing á leiðsagnarnámi nú á þriðja ári. Í Grunnskólanum á Þórshöfn eru 57 nemendur.
Lesa meira

Góðar gjafir frá foreldrafélaginu

Stjórn foreldrafélags grunnskólans færði okkur veglegar gjafir í morgun. Það voru 20 snjóþotur og vatnsvél sem bæði kælir vatn og býður upp á vatn með kolsýru. Vélin verður sett upp á suðurganginum en er ætluð öllum nemendum skólans.
Lesa meira

Opinn fræðslufundur á Alþjóðlega netöryggisdeginum

Upplýsingar frá Fjölmiðlanefnd, um opinn fræðslufund á Alþjóðlega netöryggisdeginum á morgun, þriðjudag 11.02.2025 fyrir foreldra og forsjáraðila, þarf ekki að skrá sig
Lesa meira

Lífshlaupið

Við tökum þátt í lífshlaupinu, keppnin stendur yfir í tvær vikur og eftir fyrstu fimm dagana erum við í þriðja sæti
Lesa meira

Starfsmannasáttmáli

Það eru ekki bara nemendur sem gera sáttmála um samskipti, það gerir starfsfólkið líka.
Lesa meira

Skóla aflýst á morgun, fimmtudag 6.feb

Vegna slæmrar veðurspár og rauðra viðvarana sem Almannavarnir hafa gefið út hefur verið tekin ákvörðum um að aflýsa skólahaldi á morgun, fimmtudaginn 6.febrúar.
Lesa meira

Skólapúls, nemendakannanir

Hluti af innra mati skólans eru reglulegar kannanir Skólapúlsins. Þessar kannanir eru lagðar fyrir nemendur í 2.-10.bekk einu sinni á önn og eru niðurstöður settar myndrænt upp þar sem sjá má samanburð á milli ára og hvar við stöndum varðandi landsmeðaltal.
Lesa meira

Valönn þrjú

Valgreinar sem í boði eru á þessari valönn eru olíumálun, prjón, hnýtingar, skotboltaleikir, demantamyndir, fatasaumur, stuttmyndagerð, leikskólinn Barnaból, aðstoðarþjálfari hjá UMFL, heimanám og píla.
Lesa meira