17.01.2025
Hluti af innra mati skólans eru reglulegar kannanir Skólapúlsins. Þessar kannanir eru lagðar fyrir nemendur í 2.-10.bekk einu sinni á önn og eru niðurstöður settar myndrænt upp þar sem sjá má samanburð á milli ára og hvar við stöndum varðandi landsmeðaltal.
Lesa meira
14.01.2025
Valgreinar sem í boði eru á þessari valönn eru olíumálun, prjón, hnýtingar, skotboltaleikir, demantamyndir, fatasaumur, stuttmyndagerð, leikskólinn Barnaból, aðstoðarþjálfari hjá UMFL, heimanám og píla.
Lesa meira
09.01.2025
Undirbúningur fyrir þorrablót skólans er hafinn og eru unglingarnir m.a. byrjaðir að taka upp kennaragrín sem vekur alltaf mikla lukku.
Nokkrir starfmenn skólans fara á BETT í London dagana 22.-24.janúar. BETT er fræðslu- og tækninýjunga sýning og verður gaman að sjá hvaða hugmyndir kveikna eftir þá sýningu.
Dagur tónlistarskólans er 7. febrúar og verða þá tónleikar hjá Tónlistarskóla Langanesbyggðar.
Lesa meira
16.12.2024
Jólastöðvum er lokið þetta árið og á morgun munu nemendur og starfsfólk eiga góða stund saman á stofu jólum
Lesa meira
21.11.2024
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Þórshöfn verður fimmtudaginn 28. nóvember 2024, hefst kl. 20.00 í Grunnskólanum á Þórshöfn
Lesa meira
18.11.2024
Fyrri sundlota vetrarins hófst í dag og mun hún standa í fjórar vikur, sjá skipulag hér
Lesa meira
08.11.2024
Æfingar og annar undirbúningur fyrir árshátíð stendur nú yfir en í ár er það leiksýningin Konungur ljónanna sem verður sett upp.
Árshátíðin verður fimmtudaginn 14. nóvember í Þórsveri og hefst hún kl. 17.00
Lesa meira
08.11.2024
Ýmis falleg verkefni voru unnin í vinavikunni, m.a. bjuggu nemendur til blóm og settu vinalegar orðsendingar á miða og færðu fólki út í bæ. Einnig bjuggu nemendur til lítil veggspjöld með orðum og myndum sem lýsa góðri vináttu.
Lesa meira
31.10.2024
Í dag 31.okt er hrekkjavöku búningadagur í skólanum og á morgun 1.nóv mun nemendafélagið standa fyrir hrekkjavöku balli!
Lesa meira
22.10.2024
Gréta Bergrún, fyrrum nemandi og starfsmaður grunnskólans á Þórshöfn gaf grunnskólanum einstak af doktorsritgerðinni sinni sem ber heitið One of those stories en ritgerðina kláraði hún fyrr á þessu ári. Gréta hitti nemendur á unglingastigi og kynnti helstu niðurstöður verkefnisins og svaraði spurningum nemenda um doktorsnám.
Við þökkum Grétu fyrir góða gjöf. Verkið er nú komin í glerskáp á ganginum hjá okkur og er þar innan um aðra dýrgripi sem við höfum gengið frá velunnurum skólans.
Lesa meira