14.12.2013
Nú þegar jólin nálgast eru íbúar Þórshafnar því vanastir að líta augum vel skreytta glugga Grunnskólans.Myndirnar hafa prýtt gluggana í rúm 30 ár og því ekki að undra að þær hafi skapað sér sess í jólamenningu Þórshafnar.Það er hins vegar svo að myndirnar eru margar hverjar orðnar mjög illa farnar og erfitt og jafnvel illmögulegt er að setja þær upp.
Lesa meira
09.12.2013
Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatalinu okkar að 19.desember er nú orðinn tvöfaldur dagur.Vegna þessa er frí föstudaginn 20.
Lesa meira
09.12.2013
Kæru foreldrar barna í Frístund GÞ: Engin Frístund verður á fimmtudaginn, 12.desember.Að venju er ekki gæsla á föstudaginn.
Lesa meira
07.12.2013
Í dag voru haldnir frábærir tónleikar í kirkjunni hér á Þórshöfn.Þeim stjórnaði Kadri af miklum myndugleika þar sem nemendur á grunnskólaaldri fluttu fjölbreytta dagskrá: Jólalög auk annarra voru sungin og leikin - meðal annars heyrðust tónar ættaðir frá Edward Grieg.
Lesa meira
05.12.2013
Á morgun bjóðum við í skólanum upp á kakó í tilefni jólastöðanna! Nemendur mega koma með smákökur í skólann, en munið - það er sérlega góður hádegismatur.Kennslu lýkur klukkan 12 á morgun - það er ekki tími eftir hádegið!
Lesa meira
05.12.2013
Fyrri stöðvadagurinn af tveimur tókst í alla staði vel! Úti gnauðaði vindurinn, inni loguðu kerti, jólalögin ómuðu og nemendur undu hag sínum vel! Starfsfólkið skemmti sér ekki síður vel - jafnvel bara betur! Já það er gaman að starfa í glöðum skóla!
Lesa meira
04.12.2013
Aðventuhátíð verður í Þórshafnarkirkju kl 17 n.k.sunnudag og verður því TTT starfið á morgun fimmtudaginn 5.desember kl 14.30 helgað æfingu fyrir hátíðina.
Þórður verður með þeim að æfa söng og helgileik.
Þau börn sem ekki komast á aðventuhátíðina á sunnudaginn mega að sjálfssögðu koma á fimmtudaginn, en það verða ekki leikir á TTT stundinni, heldur æft fyrir aðventuhátíðina.
Við hlökkum til að hitta krakkana og vonumst eftir sem flestum þátttakendum á aðventuhátíð.
Með bestu kveðjum
Brynhildur og Þórður.
Lesa meira
03.12.2013
Jólastöðvarnar okkar eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi, - eða eru þær kannski bara eins og skólinn ætti að vera alla dag? Það er nú stóra spurningin!
En að minnsta kosti er það svo að við í skólanum stöndum á því fastar en fótunum að skapandi skólastarf sé líka nám og ekki síðra en annað nám!
Hér fylgir með, markmið og námsmatsþættir jólastöðvanna:
Markmið jólastöðva eru þessi:
Jólastöðvar Grunnskólans á Þórshöfn eru tveir skóladagar og er markmiðið með þeim fjölþætt:
Fjölbreytilegt námsumhveri og kennsluaðferðir, sem eru hvetjand og styðjandi skipta miklu máli til þess að nemendur nái að auka hæfni sína og færni.
Lesa meira
03.12.2013
Á föstudag verður öllum nemendum skólans boðið upp á heitt kakó í tilefni af jólastöðvunum okkar! Nemendur eru hvattir til þess að koma með eitthvað af jólabakstrinum með sér í skólann – nú eða eitthvað annað gott að narta í með kakóinu!
Nammi, nammi, namm!
Athugið að skóla lýkur klukkan 12:00 á föstudag en hádegisverður er framreiddur eins og vanalega og verður að þessu sinni sérlega hátíðlegur!
Á fimmtudag eru allir nemendur skólans til 14:00 í skólanum - einnig 1.
Lesa meira