Kirkjuferð hjá 1. - 8. bekk

Í gær lögðum við land undir fót og heimsóttum kirkjuna á Þórshöfn. Þar áttum við yndislega stund þar sem skólastjóri fór yfir þýðingu þessa húss, kirkjunnar fyrir kristna menn og nefndi til dæmi að ekki mætti hlaupa í kirkjum og þar þyrfti að taka niður húfurnar! Hún minntist þess líka að það hefði verið harðbannað að sjá jólatréð fyrr en klukkan 18:00 á aðfangadag - en í dag stendur tréð fullskreytt í stofunni hjá henni! Já svona hefur margt breyst. Hanna María fór yfir helstu tákn sem finna má í kirkjunni, merkingu skírnarinnar, altaris og predikunarstóls - sem er líklega eini stóllinn sem fyrirfinnst sem ekki hefur nokkra setu og aldrei er sest í. Sungin voru nokkur jólalög og við erum alveg ákveðin í því að gera þetta aftur á næsta ári, svo vel tókst til! Takk fyrir indæla stund í kirkjunni krakkar. Image     hanna_altari ie