05.12.2013
Fyrri stöðvadagurinn af tveimur tókst í alla staði vel! Úti gnauðaði vindurinn, inni loguðu kerti, jólalögin ómuðu og nemendur undu hag sínum vel! Starfsfólkið skemmti sér ekki síður vel - jafnvel bara betur! Já það er gaman að starfa í glöðum skóla!
Lesa meira
04.12.2013
Aðventuhátíð verður í Þórshafnarkirkju kl 17 n.k.sunnudag og verður því TTT starfið á morgun fimmtudaginn 5.desember kl 14.30 helgað æfingu fyrir hátíðina.
Þórður verður með þeim að æfa söng og helgileik.
Þau börn sem ekki komast á aðventuhátíðina á sunnudaginn mega að sjálfssögðu koma á fimmtudaginn, en það verða ekki leikir á TTT stundinni, heldur æft fyrir aðventuhátíðina.
Við hlökkum til að hitta krakkana og vonumst eftir sem flestum þátttakendum á aðventuhátíð.
Með bestu kveðjum
Brynhildur og Þórður.
Lesa meira
03.12.2013
Jólastöðvarnar okkar eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi, - eða eru þær kannski bara eins og skólinn ætti að vera alla dag? Það er nú stóra spurningin!
En að minnsta kosti er það svo að við í skólanum stöndum á því fastar en fótunum að skapandi skólastarf sé líka nám og ekki síðra en annað nám!
Hér fylgir með, markmið og námsmatsþættir jólastöðvanna:
Markmið jólastöðva eru þessi:
Jólastöðvar Grunnskólans á Þórshöfn eru tveir skóladagar og er markmiðið með þeim fjölþætt:
Fjölbreytilegt námsumhveri og kennsluaðferðir, sem eru hvetjand og styðjandi skipta miklu máli til þess að nemendur nái að auka hæfni sína og færni.
Lesa meira
03.12.2013
Á föstudag verður öllum nemendum skólans boðið upp á heitt kakó í tilefni af jólastöðvunum okkar! Nemendur eru hvattir til þess að koma með eitthvað af jólabakstrinum með sér í skólann – nú eða eitthvað annað gott að narta í með kakóinu!
Nammi, nammi, namm!
Athugið að skóla lýkur klukkan 12:00 á föstudag en hádegisverður er framreiddur eins og vanalega og verður að þessu sinni sérlega hátíðlegur!
Á fimmtudag eru allir nemendur skólans til 14:00 í skólanum - einnig 1.
Lesa meira
03.12.2013
Á fimmtudag og fötudag (5.og 6.des.) verður skólahald með nokkuð öðrum hætti en stundaskrá
segir til um.Skólastarfið helgað jólunum og settar verða upp fimm jólastöðvar
sem allir nemendur skólans sækja, í aldursblönduðum hópum.
Jólastöðvarnar sem verða í boði nú í ár eru:
Krúttlegar krukkur - lifað í lukku-krukku
Krukkur breytast í dýrindis djásn.
Siðir og venjur - greppitrýni og gersemar
Farið yfir þjóðsögur og þjóðhætti tengda jólum.
Skapað og skorið - Stungið og stoppað!
Jólasveinar, óróar og ullin þæfð
Konungleg kort og kúnstugar kellur
Jólakortagerð eftir öllum kúnstarinnar reglum (eða óreglum...)
Leikið og leirað - gráupplagt á grenið
Búið til skraut úr heimagerðum leir, tilvalið á jólatréð eða pakkann!
Dagskrá fimmtudag og föstudag er þessi:
Fimmtudagur
8:10 Nemendur fara til síns umsjónarkennara í sínar umsjónarstofur og farið er yfir daginn
og skipulag kynnt
8:30 Nemendur fara á stöðvar eftir ákveðnu kerfi
10:00 Nesti með umsjónarkennara í umsjónarstofum
10:10 Frímínútur
10:30 Stöð
12:00 Hádegishlé
12:30 Stöð
14:00 Frágangur
Föstudagur
8:10 Stöð
9:50 Útivist
9:30 Kakó og rjómi í boði skólans og smákökur sem nemendur koma með að heiman í heimastofum
10:10 Stöð
11:30 Frágangur og tiltekt - allir
12:00 Hádegisverður og helgarfrí.
Lesa meira
29.11.2013
Eldvarnarátakið LSS og slökkviliðsmanna árið 2013. Slökkviliðsmenn Slökkviliðs Þórshafnar verða á ferðinni í Grunnskólanum á Þórshöfn þriðjudaginn 3.desember.
Lesa meira
28.11.2013
Á morgun er síðasti föstudagur nóvembersmánaðar! Það þýðir bara eitt: Það má koma með sparinesti í skólann! Engin samlokusala er í skólanum um þessar mundir, en hver veit hvað verður síðar í vetur.
Lesa meira
28.11.2013
Það er með ólíkindum hve tíminn líður! Um helgina er fyrsti sunnudagur í aðventu sem þýðir að fjórar helgar eru til jóla! Skólinn mun smám saman klæðast jólafötunum sínum og nemendur koma þar svo sannarlega við sögu!
Á fimmtudag og föstudag mun skapandi skólastarf vera í hávegum haft! Allir nemendur skólans munu færast á milli fimm ólíkra stöðva og vinna að fjölbreyttum verkefnum.
Fimmtudaginn 5.
Lesa meira
28.11.2013
Mikið var um að vera á Hátíð íslenskrar tungu á mánudaginn var, en hátíðin tókst í alla staði vel! Fjölmargir komu til þess að horfa og hlusta á nemendur okkar votta íslenskunni virðingu! Takk fyrir komuna!
Lesa meira