Breyting á skóladagatali - 19. des tvöfaldur dagur

Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatalinu okkar að 19. desember er nú orðinn tvöfaldur dagur. Vegna þessa er frí föstudaginn 20. desember. Dagskrá 19. des er því í grófum dráttum þessi: 8:10 Kennsla hefst. Nemendur undirbúa litlu jólin í skóla og Þórsveri. Hefðbundin kennsla að öðru leyti til hádegis. 12:00 Hlé (Matur verður í mötuneyti fyrir þá sem eru í mat þar). 16:00 Stofujól Nemendur koma með litla gjöf fyrir að hámarki 1000 krónur, fyrir pakkaleik. 18:00 Öllum nemendum er boðið til hátíðarkvöldverðar í Þórsveri að loknum stofujólulm. Í boði verður hangikjöt og ís. Vinsamlegast athugið að skyldumæting er bæði um morgun og að kveldi. Mjög mikilvægt er að vita í tíma ef nemendur þurfa leyfi þennan dag, svo hægt sé að elda hæfilegt magn! Með von um að þessi breyting mælist vel fyrir! Já það eru aleg að koma jól!