Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatalinu okkar að 19. desember er nú orðinn tvöfaldur dagur. Vegna þessa er frí föstudaginn 20. desember. Dagskrá 19. des er því í grófum dráttum þessi: 8:10 Kennsla hefst. Nemendur undirbúa litlu jólin í skóla og Þórsveri. Hefðbundin kennsla að öðru leyti til hádegis. 12:00 Hlé (Matur verður í mötuneyti fyrir þá sem eru í mat þar). 16:00 Stofujól Nemendur koma með litla gjöf fyrir að hámarki 1000 krónur, fyrir pakkaleik. 18:00 Öllum nemendum er boðið til hátíðarkvöldverðar í Þórsveri að loknum stofujólulm. Í boði verður hangikjöt og ís. Vinsamlegast athugið að skyldumæting er bæði um morgun og að kveldi. Mjög mikilvægt er að vita í tíma ef nemendur þurfa leyfi þennan dag, svo hægt sé að elda hæfilegt magn! Með von um að þessi breyting mælist vel fyrir! Já það eru aleg að koma jól!
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is