Skipulag næstu viku - Bráðum koma blessuð jólin

Ekki verður val í næstu viku heldur verða nemendur í 8. - 10. bekk í hefðbundinni kennslu á mánudag og miðvikudag eftir hádegi. Annars er skipulag næstu viku í grófum dráttum þetta: 16. des. mánudagur Hefðbundinn skóladagur 17. des. þriðjudgur Hefðbundinn skóladagur 18. des. miðvikudagur 9. og 10. bekkur - hefðbundinn skóladagur Kl. 10:10 fara 1. - 8. bekkur gangandi til kirkju og eiga þar notalega stund. Eftir hádegi flokkar 5. og 6. bekkur jólakortin og dreifir í stofurnar. 19. des. fimmtudagur 1. - 6. bekkur og 9. - 10. bekkur Hefðbundinn skóladagur frá 8:10 - 11:50. 7. - 8. bekkur skreyta félagsheimili, leggja á borð og skreyta jólatréð. Klukkan 16:00 eru stofujól. Klukkan 18:00 er öllum nemendum og starfsmönnum boðið til kvöldverðar í Þórsveri. Klukkan 19:00 erum við komin í jólafrí!