Fréttir

Jólastöðvar - skapandi skólastarf

Á fimmtudag og fötudag (5.og 6.des.) verður skólahald með nokkuð öðrum hætti en stundaskrá segir til um.Skólastarfið helgað jólunum og settar verða upp fimm jólastöðvar  sem allir nemendur skólans sækja, í aldursblönduðum hópum.  Jólastöðvarnar sem verða í boði nú í ár eru: Krúttlegar krukkur - lifað í lukku-krukku Krukkur breytast í dýrindis djásn. Siðir og venjur - greppitrýni og gersemar Farið yfir þjóðsögur og þjóðhætti tengda jólum. Skapað og skorið - Stungið og stoppað! Jólasveinar, óróar og ullin þæfð Konungleg kort og kúnstugar kellur Jólakortagerð eftir öllum kúnstarinnar reglum (eða óreglum...) Leikið og leirað - gráupplagt á grenið Búið til skraut úr heimagerðum leir, tilvalið á jólatréð eða pakkann! Dagskrá fimmtudag og föstudag er þessi: Fimmtudagur 8:10     Nemendur fara til síns umsjónarkennara í sínar umsjónarstofur og farið er yfir daginn og skipulag kynnt 8:30     Nemendur fara á stöðvar eftir ákveðnu kerfi 10:00   Nesti með umsjónarkennara í umsjónarstofum 10:10   Frímínútur 10:30   Stöð 12:00   Hádegishlé 12:30   Stöð 14:00   Frágangur Föstudagur 8:10     Stöð 9:50     Útivist 9:30     Kakó og rjómi í boði skólans og smákökur sem nemendur koma með að heiman í heimastofum 10:10   Stöð  11:30   Frágangur og tiltekt - allir 12:00   Hádegisverður og helgarfrí.
Lesa meira

Eldvarnarátak 2013

Eldvarnarátakið LSS og slökkviliðsmanna árið 2013.   Slökkviliðsmenn Slökkviliðs Þórshafnar verða á ferðinni í Grunnskólanum á Þórshöfn þriðjudaginn 3.desember.
Lesa meira

Sparinesti á morgun!

Á morgun er síðasti föstudagur nóvembersmánaðar! Það þýðir bara eitt: Það má koma með sparinesti í skólann! Engin samlokusala er í skólanum um þessar mundir, en hver veit hvað verður síðar í vetur.
Lesa meira

Desember - uppfært

Það er með ólíkindum hve tíminn líður! Um helgina er fyrsti sunnudagur í aðventu sem þýðir að fjórar helgar eru til jóla! Skólinn mun smám saman klæðast jólafötunum sínum og nemendur koma þar svo sannarlega við sögu! Á fimmtudag og föstudag mun skapandi skólastarf vera í hávegum haft! Allir nemendur skólans munu færast á milli fimm ólíkra stöðva og vinna að fjölbreyttum verkefnum.  Fimmtudaginn 5.
Lesa meira

Hátíð í tilefni íslenskunnar tókst vel!

Mikið var um að vera á Hátíð íslenskrar tungu á mánudaginn var, en hátíðin tókst í alla staði vel! Fjölmargir komu til þess að horfa og hlusta á nemendur okkar votta íslenskunni virðingu! Takk fyrir komuna!
Lesa meira

Hátíð í tilefni af degi íslenskrar tungu

Á mánudaginn, 25.nóvember klukkan 17:00 er hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu á vegum skólans.Hátíðin verður í Þórsveri og munu nemendur flytja þar ýmiskonar tónlistaratriði, upplestur og dans.
Lesa meira

Málþing um Olweusaráætlunina

Í dag er málþing í Reykjavík um einelti í tilefni af afmæli Olweusaráætlunarinnar á Íslandi.Þar er meðal annars fjallað um einelti á meðal stúlkna og þann vanda sem minnkandi félagsfærni hefur á samskipti barna og unglinga.
Lesa meira

Olweusaráætlunin fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir

Olweusaráætlunin fagnar um þessar mundir,  áratuga starfssemi sinni á Íslandi.Af þessu tilefni verður haldin ráðstefna föstudaginn 22.
Lesa meira

Tilraun með nýja heimasíðu skólans

Undanfarin misseri hafa komið í ljós ákveðnir annmarkar á heimasíðu skólans sem rekinn er í gegnum leikskolann.is.Við ætlum nú að prófa okkur áfram með þetta form og sjá hvernig það reynist að koma ýmsum grunnupplýsingum hér inn.
Lesa meira