Farsæld barna

Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Tekið hafa í gildi lög um sem styðja við farsæld barna. Þau eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð, á réttum tíma frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.

Farsældarlögin - texti og myndband

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - myndband

 

Stigskipting þjónustu

Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum.

1. stig
Fyrsta stigið skiptist í tvö undirstig – grunnþjónustu og fyrsta stigs þjónustu. Grunn­þjónusta er aðgengileg öllum börnum í ungbarnavernd, leik-, grunn- og framhalds­skólum. Grunnþjónustan skiptir miklu máli fyrir farsæld barna og með því að grípa snemma inn í getum við komið í veg fyrir ýmiss konar erfiðleika síðar meir.
 
2.stig
Á öðru stigi er veittur einstaklings­bundinn og mark­vissari stuðningur en sá sem veittur er á fyrsta stigi. Til að tryggja farsæld barns eru úrræðin sérhæfðari og þjónustan fjölbreyttari. Þjónusta á öðru stigi er veitt þegar úrræði á fyrsta stigi duga ekki til eða hafa ekki borið til­ætlaðan árangur.
 
3.stig
Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn sem nýtur þjónustu á þessu stigi hefur að jafnaði flókinn og fjöl­þættan vanda og mikla umönnunarþörf. Barnið er þá í aðstæðum þar sem skortur á við­eigandi stuðningi og úrræðum getur haft alvarlegar afleiðingar og ógnað heilsu þess og þroska.
 
sjá nánar hér: Stigskipting þjónustu 
 

Tengiliður

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna kveða á um að öll börn og foreldrar skuli hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur.

Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.

Tengiliður farsældar er:

  • starfsmaður í nærumhverfi barns og foreldra þess.
  • sá aðili sem styður við samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
  • sá sem veitir fjölskyldunni upplýsingar um þjónustu, tryggir aðgang að frummati, styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu og kemur upplýsingum áfram ef þörf er á samþættingu á öðru stigi. 

Hlutverk tengiliðar farsældar er:

  • að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
  • að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
  • að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
  • að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
  • að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
  • að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

Tengiliður - myndband

 

Tengiliður farsældar í Grunnskólanum á Þórshöfn er Hilma Steinarsdóttir, netfang: hilma.steinarsdottir@thorshafnarskoli.is

Tengiliður farsældar á Barnabóli er Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, netfang: halldora.johanna.fridbergsdottir@langanesbyggd.is

Málstjóri

Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og leiða samþættingu þjónustu. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.

Málstjóri farsældar er:

  • Starfsmaður sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða þar sem
    þarfir barns liggja
  • Sá sem stýrir stuðningsteymi á öðru og/eða þriðja stigi þjónustu í þágu
    farsældar barna
  • Sá sem styður fjölskyldur við samþættingu þjónustu á öðru og þriðja stigi
  • Aðili sem hefur hagsmuni barns að leiðarljósi og er í samstarfi og samráði
    við foreldra og barn.

Hlutverk málstjóra farsældar er að:

  • Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
  • Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi.
  • Fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
  • Veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um
    samþættingu þjónustu barns.

Málstjóri - myndband

 

Ferill samþættingar þjónustu - Barna- og fjölskyldustofa

Eyðublöð vegna farsældar