07.11.2014
Í dag 7.nóvember hugum við að eineltismálum á landsvísu.
Olweusaráætlunin er nýtt hér hjá okkur í GÞ en hún leggur mikla áherslu á
• hlýlegan og jákvæðan áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðna ramma vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• að fullorðnir í skóla (og á heimili) séu sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Lesa meira
07.11.2014
Drangey
Hið illa – því varð aldrei burtu þokað
úr innsta leyni þínu, hefst þar við
og hlustar, líkt og í svefni, á sogandi nið
sjávargangsins, þegar bjargið er lokað.
Vakir í dýpi dökkra hengifluga
djúpt að baki fuglanna kviku þröng
svo leynt og djúpt að engan yfirsöng
bar alla leið sem mætti slæva það, buga.
Oft þá varir sízt og sólin til þín
siglir rauðum voðum, úr hafi stigin
og lyftist þú í ljós morgunsins, tigin –
birtist hið illa, brýtur upp klettana! Skín
hið brýnda vopn sem digrar krumlur hampa.
Slær um iðandi björgin beittum glampa!
Hannes Pétursson
Hér er vísað til heimsóknar Guðmundar góða bískups í Drangey væntum við en þjóðsagan um þá heimsókn er mörgum kunn.
Lesa meira
06.11.2014
Sjávarkauptún á hvíldardegi
Það líður frá hádegi.
Hafgolan leitar inn:
um húsasund og götur
fer gustur blýlitaður.
Mjög stakar
verða strjálar persónur
utandyra
fyrir opnu Norðrinu.
Fjörðurinn í boga
blágrænn við sand og malir
í stórum boga
sem er stjörnunum samboðinn.
Og hjartað fylgist með deginum:
daufgerðum, löngum mínútum
í halarófu
inn undir himin kvöldlygnunnar.
Hannes Pétursson
Lesa meira
05.11.2014
Fimmtudaginn 13.nóvember verður hátíð í Þórsveri á vegum skólans.Hátíðin fer fram klukkan 17:00.Nánar síðar.
Lesa meira
04.11.2014
Hér má sjá matseðill fyrir nóvember mánuð.
Matseðill nóvember 2014
Lesa meira
29.10.2014
Í haust hefur verið unnið mikið og gott starf hér í skólanum í Læsi.Lestrarfjelagið er enn starfandi þar sem nemendur í 1.- 10.bekk fá aukinn lestur á meðal jafningja tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Lesa meira
29.10.2014
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Í dag stendur nemendafélagið okkar fyrir skemmtun í Þórsveri fyrir alla nemendur skólans.1.- 4.
Lesa meira
28.10.2014
Við minnum á fjáröflun 10.bekkjar á fimmtudaginn en þá selja þeir samlokur og svala í kaffitímanum á litlar krónur 700.
Á fimmtudag er einnig sparinesti! Húrra!.
Lesa meira
24.10.2014
Á fimmtudaginn 23.október hlupu nemendur skólans í Norræna skólahlaupinu og eins og sjá má eru hér sannkallaðar ofurhetjur á ferð! Nemendur skólans hlupu 275 km en næstum 90% skólans tók þátt! Á eftir skelltu nemendur sér í bað og hvíldu þreytta vöðva í sundi!
Til hamingju með þetta krakkar!
Hér má lesa um Norræna skólahlaupið (af vef ÍSÍ)
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Markmið - með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:
Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Keppni:
Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur.
Lesa meira
24.10.2014
Föstudaginn 17.október var starfsdagur hjá GÞ.Slíkir dagar eru gjarnan nýttar til endurmenntunar en helstu áhersluþættirendurmenntunar síðustu ára eru kennslufræði í fjölbreyttum nemendahópi, læsi og félagsfærni.
Föstudagurinn var helgaður lestri og kennslu í fjölbreyttum nemendahópi og hann var sannarlega nýttur vel! Allt starfsfólk skólans sat námskeiðið en nokkrir fyrirlestrar voru haldnir, umræður voru líflegar og það sem var sérlega ánægjulegt, var að stuðningsfulltrúar fengu sérstakan sess í dagskránni, sinn fyrirlestur og umræðutíma á meðan kennarar skólans unnu að lestrarstefnunni.
Afar góður dagur sem endaði með starfsmannahittingi þar sem mikið var hlegið, dansað og dásamlegar veitingar snæddar.
Sannarlega uppbyggilegur dagur.
Lesa meira