Lestur er bestur!

Í haust hefur verið unnið mikið og gott starf hér í skólanum í Læsi. Lestrarfjelagið er enn starfandi þar sem nemendur í 1. - 10. bekk fá aukinn lestur á meðal jafningja tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Að auki lesa nemendur hjá stuðningsfulltrúm og kennurunum sínum upphátt og ekki má heldur gleyma yndislestrinum sem er hér í skólanum í upphafi hvers dags, þegar því verður við komið. Mikil áhersla er sömuleiðis á að nemendur lesi heima. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Nemendur okkar hafa sýnt fádæma framfarir í lestri nú í haust og árangurinn er umtalsverður í langflestum tilfellum. Þetta er sérlega ánægjulegt því lestur er lykillinn að svo mörgu í námi og grunnurinn sem menntun stendur á! Við erum afskaplega stolt af þessu góða starfi og árangrinum! Og við ætlum að halda áfram - við erum engan vegin hætt. Þess má geta að 3. bekkur er hástökkvari haustsins og ekki langt á eftir honum kemur sjálfur 10. bekkur en þar hafa orðið miklar framfarir í lestri! Bara frábær