Föstudaginn 17. október var starfsdagur hjá GÞ. Slíkir dagar eru gjarnan nýttar til endurmenntunar en helstu áhersluþættirendurmenntunar síðustu ára eru kennslufræði í fjölbreyttum nemendahópi, læsi og félagsfærni. Föstudagurinn var helgaður lestri og kennslu í fjölbreyttum nemendahópi og hann var sannarlega nýttur vel! Allt starfsfólk skólans sat námskeiðið en nokkrir fyrirlestrar voru haldnir, umræður voru líflegar og það sem var sérlega ánægjulegt, var að stuðningsfulltrúar fengu sérstakan sess í dagskránni, sinn fyrirlestur og umræðutíma á meðan kennarar skólans unnu að lestrarstefnunni. Afar góður dagur sem endaði með starfsmannahittingi þar sem mikið var hlegið, dansað og dásamlegar veitingar snæddar. Sannarlega uppbyggilegur dagur.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is