22.05.2014
Það er mikil blíða á Þórshöfn í dag - og mikið verk óunnið í því að flokka og skrá niður athugasemdir okkar varðandi allt þetta rusl sem við fundum á ferðum okkar í gær og fyrradag.
Lesa meira
22.05.2014
Þegar 1.- 4.bekkur gengu um Tófutanga veiddu þau eitt og annað í sína sekki! Afraksturinn er meðal annars til sýnis við skólann.Við erum eiginlega alveg undrandi hvað mikið er af drasli hér allt í kringum okkur, án þess að við vitum almennilega hvaða það kemur! Hendir þú rusli?.
Lesa meira
21.05.2014
Það var margt að sjá á leið miðstigsins eftir Langanesveginum í morgun.Meðal annars komu krakkarnir auga á gæsahreiður, með þremur eggjum í og einum steini! Til hvers ætli steinninn sé hafður með?
...kannski hitnar hann vel og vermir eggin?
En krakkarnir sáu líka fleira! Rusl af ýmsum toga, öxul, rafgeymi, plast og sígarettupakka! Þetta var allt tekið til handagagns og verður sett í ruslahauginn okkar hér við skólann! Hversu stór verður hann eiginlega á endanum? Niðurstaða krakkanna er að minnsta kosti sú að nú þurfum við eitthvað að breyta háttum okkar svo jörðin okkar verði betri fyrir komandi kynslóðir.
Lesa meira
21.05.2014
Að tína rusl (sem einhver hefur týnt á leið sinni um heiminn).1.- 4.árgangur er lagður í hann út í Tófutanga en þar ku vera mikið rusl og drasl, plast og annar óþverri sem vaskir skólakrakkar eru tilbúnir að taka til handagagns.
Lesa meira
20.05.2014
Nýr kjarasamingur undirritaður í kvöld og því verður skólastarf með hefðbundnum hætti út skólaárið ! Yngstu nemendurnir koma með hjólin sín og eldri krakkarnir fara í búðir og stuðla að því að minnka plastpokanotkun hér á Þórshöfn! Megi nýr kjarasamningur fela í sér frið og sátt um skólastarfið - það mikilvæga hlutverk grunnskólans að hlúa að börnunum okkar
Lesa meira
20.05.2014
Fyrirhuguð er hjólaferð á morgun, svo framarlega að ekki verði af vinnustöðvun kennara.Nemendur þurfa að koma með hjól, hjálma, vera vel klædd og þeir sem eiga endurskinsvesti mega endilega koma með þau.
Lesa meira
20.05.2014
Það er í mörg horn að líta hjá nemendum okkar í dag.Yngsta stigið vatt sér hér út fyrir dyrnar og snaraði inn heilum haug af plastrusli.
Lesa meira
20.05.2014
Á morgun miðvikudag hafa kennarar boðað vinnustöðvun.Allir kennarar GÞ eru í KÍ svo ef af verkfalli verður, verður ekki kennsla hér í skólanum á morgun.
Lesa meira
19.05.2014
Í vetur kom fram hugmynd hér í skólanum að minnka plastnotkun en plast er óratíma að eyðast í náttúrunni - réttara er þó að segja að það brotni niður í smærri einingar, en plast er þeim leiðinda eiginleika gætt að hverfa aldrei! Það mun þvælast um höfin það sem eftir er, eða menga jarðveginn.
Nemendur skólans eru nú að vinna að verkefni um sjálfbærni og eitt af verkefnum okkar er að vekja okkur sjálf til vitundar um þann skaðvald sem plastið er í umhverfinu.
Lesa meira
15.05.2014
Þetta er líklega ekki samsetning sem þekkist á mörgum skólaborðum! Vika atvinnulífsins í fullum gangi!
Lesa meira