21.11.2014
Nú um mánaðarmótin ætla nemendur í 5.og 6.árgangi að selja jólapappír og mun hagnaðurinn renna í ferðasjóð nemenda en markmiðið er að fara í skemmtilega náms og skólaferð í vor.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja krakkana eru hvattir til þess að geyma jólapappírskaupin þangað til! Pakkningarnar kosta 2000 krónur, með fjórum rúllum í, böndum og slaufum,
með fyrirfram þökk, krakkarnir í 5.
Lesa meira
21.11.2014
Þetta er gleðikrukka nemenda í 5.og 6.bekk.Í hana setja þau miða með orðum og gjörðum sem gleðja þau.Í lok tíma eða dags eru miðar dregnir upp og af þeim er lesið! Og það er svo skemmtilegt að það er næstum ekki hægt að hætta.
Lesa meira
20.11.2014
Í morgun fengum við góða gesti í kaffi! Frábært að fá foreldra inn í skólann í stutt spjall og rölt um skólann!
Verið hjartanlega velkomin í fimmtudagskaffið okkar!
Lesa meira
20.11.2014
Fimmtudaginn 13.nóvember var haldin hér vegleg hátíð og mætti fjölmenni til að hlýðta á börnin flytja ljóð eftir Hannes Pétursson.
Lesa meira
12.11.2014
Hestur og vatn
Hesturinn rauði skynjar
hin skærhvítu geislabrot
árinnar sem glóir
í gegnum fætur hans á vaðinu.
Og hestinum finnst
að hann fljúgi! árblikið
spretti svanvængjað
út úr síðum hans báðum.
En lyftist ekki til flugs.
Fáskrúðugur bakkinn
er stutt undan.
Hann veður
vatnið og upp á þurrt.
Drepur tönnum í gras.
Geislarnir fjara
votir
út úr vængjalausum síðunum.
Lesa meira
12.11.2014
Foreldrar og kennarar duttu aldeilis í lukkupottinn í gær, en þá bauð heimilisfræðivalið okkur í mat á Bárunni.Þar var dásemdar matur í boði, hugguleg stund í góðum félagsskap.
Í forrétt var sveppasúpa, þá pastaréttur með kjötsósu og brauði og að lokum dásemdar súkkulaðikaka með rjóma og kaffi með!
Krakkarnir þjónuðu til borðs og stóðu sig frábærlega undir styrkri stjórn Niks sem hefur leiðbeint þeim í haust við matseld og annað sem tengist öðru heimilisvafstri.
Takk fyrir okkur þetta var alveg frábær!.
Lesa meira