Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Þeir skólar sem þess óska geta þó að eigin frumkvæði komið á keppni milli einstakra bekkja, t.d. hvaða bekkur hleypur flesta kílómetra miðað við fjölda nemenda. Einnig mætti koma á keppni milli skóla með svipuðum hætti. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.
Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri og heildarúrslit birt í fjölmiðlum og send út til skólanna. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is