Ofurhetjur á ferð!

Á fimmtudaginn 23. október hlupu nemendur skólans í Norræna skólahlaupinu og eins og sjá má eru hér sannkallaðar ofurhetjur á ferð! Nemendur skólans hlupu 275 km en næstum 90% skólans tók þátt! Á eftir skelltu nemendur sér í bað og hvíldu þreytta vöðva í sundi! Til hamingju með þetta krakkar! Hér má lesa um Norræna skólahlaupið (af vef ÍSÍ) Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Markmið -með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:
  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Keppni:

Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Þeir skólar sem þess óska geta þó að eigin frumkvæði komið á keppni milli einstakra bekkja, t.d. hvaða bekkur hleypur flesta kílómetra miðað við fjölda nemenda. Einnig mætti koma á keppni milli skóla með svipuðum hætti. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.

Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri og heildarúrslit  birt í fjölmiðlum og send út til skólanna. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.

hlaup_gaman