Fréttir

Kynning á vetrarstarfinu hjá 1. - 6. bekk 4. sept.

Fimmtudaginn 4.september verður kynning á vetrarstarfinu í skólanum og farið yfir foreldrasamstarfið.Þá verður einnig Mentorkynning fyrir foreldra og aðstandendur þar sem farið er yfir þau atriði sem við notum hve mest.Foreldrar og forráðamenn 1.
Lesa meira

Skóladagur á Skálum

Nú er einmuna veðurblíða á Langanesinu og við í skólanum ætlum að njóta hennar í Skálum á morgun, föstudaginn 29.ágúst.Allir nemendur skólans fara út á nes og fararskjótarnir verða af ýmsum toga.
Lesa meira

Matseðill fyrir ágúst og september

Hér má sjá matseðil út mötuneytinu fyrir þessa viku og september mánuð.Matseðill september 2014Vinsamlegast komið til okkar öllum ábendingum sem þið kunnið að hafa varðandi mötuneytið.
Lesa meira

Skólasetning Grunnskólans á Þórshöfn

Skólasetningin verður í Skrúðgarðinum klukkan 17:00, á morgun föstudaginn 21.ágúst.Foreldrar og aðstandendur aðrir eru velkomnir. Dagskrá:Stutt ávarp skólastjóra Afhending stundaskrár og skóladagatalsGrill í boði Foreldrafélags GÞLeikir Stólar og teppi gætu komið sér vel! Njótum síðdegisins saman í upphafi skólaárs!.
Lesa meira

10. bekkur á leið til Lundúna

Á morgun leggur 10.bekkurinn okkar land undir fót.Í för með þeim verða þau Árni Davíð og Hanna María.Ákvörðunarstaður þeirra er Lundúnir hvorki meira né minna! Þau munu þar njóta menningar og sögu þessarar stórkostlegu borgar ásamt því að rölta um Oxfordstræti og versla sér eitthvað fallegt! Við óskum þeim að sjálfsögðu góðrar ferðar og skemmtunar! Vegna þessa má búast við nokkurri röskun á stundaskrá 5.
Lesa meira

Breyting í umsjónarkennarahópnum

Umsjónarkennarar í haust (eða þar til kennari fæst í 1.- 2.bekk)1.- 2.bekkur Ásdís Hrönn 3.- 4.bekkur Sigríður Klára Stuðningsfulltrúi Margrét Eyrún 5.
Lesa meira

Mötuneyti, ávextir og mjólk

Matur er mannsins megin Í vetur verður boðið upp á ávaxta og mjólkuráskrift.Nánari upplýsingar fara heim á næstu dögum. Mötuneytið okkar er í góðum höndum en Karen Rut Konráðsdóttir sér um það líkt og í fyrra og er það okkur mikið gleðiefni. Skráning í mötuneyti fer sömuleiðis fram eftir helgina.
Lesa meira

Laus störf við GÞ næsta vetur

Laus störf við Grunnskólann á Þórshöfn næsta vetur.   Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skapandi og kraftmiklum einstaklingum til starfa.
Lesa meira

Stundaskrár nemenda má finna á Mentor 21. ágúst

GÞ er nú æ meira að innleiða Mentor og alla þá góðu kosti sem hann býður upp á í skólastarfinu, en þar er meðal annars að finna samskiptatorg en þar verður skóladagatal skólans að finna og í vetur mun kennarar í æ ríkari mæli setja kennsluáætlanir inn í Mentor sem og heimanámsáætlanir nemenda.
Lesa meira

Innkaup fyrir skólann

Líkt og í fyrra mun skólinn bjóða upp á þá þjónustu að nemendur og foreldrar geti keypt öll helstu ritföng í gegnum skólann.Búið er að panta svipað magn ritfanga og í fyrra og munu ritföngin bíða nemenda hér í skólanum þegar skóli hefst, í sérstökum hirslum merktum hverjum nemanda.
Lesa meira