Fréttir

Bakkafjörður og Selàrdalur

Á morgun, miðvikudag fara nemendur 1.-5.bekkjar til næsta bæjar og í sund! Aðrir nemendur og margir kennarar hafa unnið morgundaginn af sér.
Lesa meira

Skólaslit á föstudag

Grunnskólanum á Þórshöfn verður slitið föstudaginn 30.maí klukkan 17:00 væntanlega í Þórshafnarkirkju.
Lesa meira

Í sól og sumaryl - og nokkrum belgingi

fara nemendur okkar vítt og breitt! 9.og 10.árgangur er í safnaferð á Akureyri.Þau fóru í gær og koma heim í kvöld!Þau teljast hafa lokið skólanum þetta árið - fyrir utan ein lítil skólaslit!1.
Lesa meira

Gilitrutt á Bakkafirði á morgun!

Leiksýningin Gilitrutt verður sýnd í Grunnskólanum á Bakkafirði föstudaginn 23.maí kl.18.00.Miðaverð: Fullorðnir:1500 krónur Grunnskólanemendur:1000 krónur Leikskólanemendur 500 krónur. Boðið verður upp á kjötsúpu eftir sýningu.
Lesa meira

Í nógu að snúast

Það er mikil blíða á Þórshöfn í dag - og mikið verk óunnið í því að flokka og skrá niður athugasemdir okkar varðandi allt þetta rusl sem við fundum á ferðum okkar í gær og fyrradag.
Lesa meira

Afli gærdagsins sýndur

Þegar 1.- 4.bekkur gengu um Tófutanga veiddu þau eitt og annað í sína sekki! Afraksturinn er meðal annars til sýnis við skólann.Við erum eiginlega alveg undrandi hvað mikið er af drasli hér allt í kringum okkur, án þess að við vitum almennilega hvaða það kemur! Hendir þú rusli?.
Lesa meira

Náttuvernd og skoðun

Það var margt að sjá á leið miðstigsins eftir Langanesveginum í morgun.Meðal annars komu krakkarnir auga á gæsahreiður, með þremur eggjum í og einum steini! Til hvers ætli steinninn sé hafður með? ...kannski hitnar hann vel og vermir eggin? En krakkarnir sáu líka fleira! Rusl af ýmsum toga, öxul, rafgeymi, plast og sígarettupakka! Þetta var allt tekið til handagagns og verður sett í ruslahauginn okkar hér við skólann! Hversu stór verður hann eiginlega á endanum? Niðurstaða krakkanna er að minnsta kosti sú að nú þurfum við eitthvað að breyta háttum okkar svo jörðin okkar verði betri fyrir komandi kynslóðir.
Lesa meira

...og þau eru flogin út í vorið!

Að tína rusl (sem einhver hefur týnt á leið sinni um heiminn).1.- 4.árgangur er lagður í hann út í Tófutanga en þar ku vera mikið rusl og drasl, plast og annar óþverri sem vaskir skólakrakkar eru tilbúnir að taka til handagagns.
Lesa meira

Nýr kjarasamingur undirritaður

Nýr kjarasamingur undirritaður í kvöld og því verður skólastarf með hefðbundnum hætti út skólaárið ! Yngstu nemendurnir koma með hjólin sín og eldri krakkarnir fara í búðir og stuðla að því að minnka plastpokanotkun hér á Þórshöfn! Megi nýr kjarasamningur fela í sér frið og sátt um skólastarfið - það mikilvæga hlutverk grunnskólans að hlúa að börnunum okkar
Lesa meira

Hjólaferð á morgun hjá 1. - 4. árgangi

Fyrirhuguð er hjólaferð á morgun, svo framarlega að ekki verði af vinnustöðvun kennara.Nemendur þurfa að koma með hjól, hjálma, vera vel klædd og þeir sem eiga endurskinsvesti mega endilega koma með þau.
Lesa meira