Ljóð dagsins

Ég geng með sjónum

Ég geng með sjónum. Desemberkvöld. Og dimmt til jarðar, en blik frá borgarljósum við Sundin. Það er leikið á stórt orgel fast hjá, í fjörunum. Og opinn stendur myrkviðurinn mikli. Alsett klösum kristalsharðra geisla er ósýnilegt þykkni þagnarskógarins.Myrkviðurinn er fagur, fjörurnar voldugar. Og orgelið kvistar klámhunda, söngræksni niður. Orgelið stóra, við eyrum mér, rýmir til!