Fréttir

Hátíð í tilefni dags íslenskrar tungu tókst vel

Fimmtudaginn 13.nóvember var haldin hér vegleg hátíð og mætti fjölmenni til að hlýðta á börnin flytja ljóð eftir Hannes Pétursson.
Lesa meira

Ljóð dagsins

Hestur og vatn Hesturinn rauði skynjar hin skærhvítu geislabrot árinnar sem glóir í gegnum fætur hans á vaðinu. Og hestinum finnst að hann fljúgi! árblikið spretti svanvængjað út úr síðum hans báðum. En lyftist ekki til flugs. Fáskrúðugur bakkinn er stutt undan. Hann veður vatnið og upp á þurrt. Drepur tönnum í gras. Geislarnir fjara votir út úr vængjalausum síðunum.
Lesa meira

Leikur að orðum

Af Facebook
Lesa meira

Heimilisfræðivalið býður í mat

Foreldrar og kennarar duttu aldeilis í lukkupottinn í gær, en þá bauð heimilisfræðivalið okkur í mat á Bárunni.Þar var dásemdar matur í boði, hugguleg stund í góðum félagsskap. Í forrétt var sveppasúpa, þá pastaréttur með kjötsósu og brauði og að lokum dásemdar súkkulaðikaka með rjóma og kaffi með! Krakkarnir þjónuðu til borðs og stóðu sig frábærlega undir styrkri stjórn Niks sem hefur leiðbeint þeim í haust við matseld og annað sem tengist öðru heimilisvafstri. Takk fyrir okkur þetta var alveg frábær!.
Lesa meira

Ljóð dagsins

Ég geng með sjónum Ég geng með sjónum.Desemberkvöld.Og dimmt til jarðar, en blik frá borgarljósum við Sundin. Það er leikið á stórt orgel fast hjá, í fjörunum. Og opinn stendur myrkviðurinn mikli. Alsett klösum kristalsharðra geisla er ósýnilegt þykkni þagnarskógarins.Myrkviðurinn er fagur, fjörurnar voldugar. Og orgelið kvistar klámhunda, söngræksni niður. Orgelið stóra, við eyrum mér, rýmir til!.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu: Skáld okkar í ár er Hannes Pétursson

Frá verðlaunaafhendingunni 2012.Hannes Pétursson og Katrín Jakobsdóttir þáverandi Mennta og menningarmálaráðherra. Á undanförnum árum hefur verið hátíð hér við skólann vegna Dags íslenskrar tungu sem er 16.
Lesa meira

Ljóð dagsins

Hafralónsá Þú spyrð mig um haustið Þú spyrð mig um haustið.Það kemur og eignar sér engin sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar lanir. Það kemur og reikar á nóttunni niður við á og þar sem hún rennur glaðvær hjá bökkum og blá bindur það hörpu tunglsins þvert yfir vatnið og kallar á vindinn, lætur hann leika á strenginn löng og dapurleg rökkurstef og hlustar fram undir morgun. En þú verður farin þá. Hannes Pétursson.
Lesa meira

Foreldrakaffi í GÞ á fimmtudagsmorgnum

Heil og sæl Allt frá því ég tók við skólastjórn á Þórshöfn hefur mig langað til þess að koma á foreldrakaffi einn morgun í viku og nú er komið að því!Alla fimmtudaga eru foreldrar velkomnir í morgunkaffi í Grunnskólanum frá 8:00 - 9:00.
Lesa meira

Djákninn á Myrká

Búðarnes, Myrkárbakki og Myrká séð til vesturs.Eyðibýlin: Myrkárdalur og Stóragerði upp í dalnum í bakgrunni. Djákninn á Myrká Hjalar kul í háu, röku sefi. Hvíslað er á bak við lukta skrá. Nóttin dvínar, dögun skímugrá daggir les hjá rúðu úr gráum vefi.Hún opnar skemmu, hreyfir hægt við lásnum. Hey í varpa, golan strýkur þurrt þekjugras.
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Í dag 7.nóvember hugum við að eineltismálum á landsvísu. Olweusaráætlunin er nýtt hér hjá okkur í GÞ en hún leggur mikla áherslu á • hlýlegan og jákvæðan áhuga og alúð hinna fullorðnu • ákveðna ramma vegna óviðunandi atferlis • stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið • að fullorðnir í skóla (og á heimili) séu sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Lesa meira