Ljóð dagsins

Hafralónsá Þú spyrð mig um haustið

Þú spyrð mig um haustið. Það kemur og eignar sér engin sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar lanir. Það kemur og reikar á nóttunni niður við á og þar sem hún rennur glaðvær hjá bökkum og blá bindur það hörpu tunglsins þvert yfir vatnið og kallar á vindinn, lætur hann leika á strenginn löng og dapurleg rökkurstef og hlustar fram undir morgun. En þú verður farin þá. Hannes Pétursson