13.04.2016
Nemendur í 5.og 6.bekk hafa nú gengið í hús hér á Þórshöfn og safnað fyrir börn í Afríku og Asíu en söfnunin fer fram á landsvísu og um 90 grunnskólar taka þátt í henni.
Söfnunarféð rennur til skólastarfs þar sem sérstaklega þarf að efla það.
Hér á Þórshöfn söfnuðust í bauka krakkanna 47.881 króna og er þá ótalið það sem fólk lagði inn í gegnum sinn heimabanka.
Hér má sjá myndir af hressum krökkum skila af sér, og að lokinni bankaferðinni var skotist niður í fjöru og notið þeirrar veðurblíðu sem hér er.
Lesa meira
08.04.2016
Á Langanesi eru fjöldi eyðibýla, sem geyma sögu lands okkar og þjóðar.Við förum fram hjá mörgum þeirra þegar haldið er út að Járnkarli eða að Skálum.
Lesa meira
08.04.2016
Við minnum á tónleikana á mánudag kl.13:00 í kirkjunni en þá mun kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngja fyrir nemendur.
Skólabíllinn fer frá kirkjunni rúmlega 14:oo og skóla lýkur hjá öllum nemendum skólans þá.
Lesa meira
08.04.2016
Árlega þjálfa 7.bekkingar sig markvisst í upplestri og framsögn hér í skólanum.Átak þetta hefst á degi íslenskrar tungu og lýkur með þátttöku okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega á Húsavík.
Keppendur okkar á henni eru valdir í innanhúss keppni hér hjá okkur en í ár voru það Friðgeir Óli Eggertsson og Ómar Valur Valgerðarson sem tóku þátt fyrir okkar hönd.
Lesa meira
06.04.2016
Í kvöld verður það Norðurland eystra sem spreytir sig á skjánum.Þar erum við!.
Lesa meira
04.04.2016
Nú er gaman að vera fluga á vegg í skólanum!
Í hverju horni eru nemendur að æfa textann sinn fyrir árshátíðina og það gera þau af miklum myndarskap og ábyrgð.
Lesa meira
04.04.2016
Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er til heiðurs danska skáldinu H.C.Andersen
og er á afmælisdegi hans.
Í bókasafninu verður stutt dagskrá í tilefni dagsins, þriðjudaginn 5.
Lesa meira
31.03.2016
Þann 11.apríl sem ber upp á mánudag verður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð með tónleika fyrir nemendur grunnskólanna í Langanesbyggð í Þórshafnarkirkju.
Tónleikarnir hefjast klukkan 13:00 og eru í um klukkustund.
Allir nemendur skólans eru því í skólanum til um 14:10 þennan dag og þá mun skólabíll sömuleiðis fara en þennan dag fer hann frá kirkjunni.
Nemendur í Frístund fara í sín verkefni skv.
Lesa meira
31.03.2016
Fimmtudaginn 31.mars kl.15:00 mun skólameistari Framhaldsskólans á Laugum ásamt nemanda við skólann vera með stutta kynningu á námsframboði, félagslífi og sérstöðu skólans fyrir nemendur í 8.
Lesa meira