Fréttir

Flottir kvikmyndagerðarmenn

Barnabókasetur stendur árlega fyrir myndabandakeppni sem ber heitið Siljan, en þar eiga grunnskólanemendur að senda inn myndband sem byggir á bók sem gefin var út árið fyrir keppnina og sama ár. Í ár hrepptu þeir Unnar og Ingimar önnur verðlaun í þessari keppni, með þessu skemmtilega myndbandi. Við þökkum þeim Hilmu og Líneyju fyrir að hvetja nemendur okkar til þátttöku og óskum þeim og strákunum til hamingju með verðlaunin!    
Lesa meira

Leiksýning hjá Grunnskólanum á Bakkafirði

Í dag verður enn eitt stórvirkið sett upp hjá Grunnskólanum á Bakkafirði, en það er litla Gula hænan.Við viljum hvetja alla foreldra, ömmur og afa, börn og vandamenn til þess að leggja land undir fót og drífa sig á sýninguna! Það er hægt að lofa góðri skemmtun, því sjaldan hafa aðrar eins uppfærslur sést eins og hjá þeim á Bakkafirði. Hér má lesa kynningartexta um verkið: Litla gula hænan finnur fræ, henni gengur eitthvað brösulega að fá vini sína til þess að hjálpa sér við að þreskja kornið, mala það og á endanum að búa til brauðið.
Lesa meira

Matseðill maí mánaðar

Glæsilegan matseðil maímánaðar má nálgast hér.   Matseðill maí 2016
Lesa meira

Markaðsdagur í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug. Panta þarf borð hjá Bonný í síma 782-1393 eða í gegnum Facebook. Plássið kostar 2500 kr og mun sá peningur renna til nemenda í 5.
Lesa meira

Ratleikur

Nemendafélagið Aldan stóð fyrir ratleik fyrir 5.-6.bekk á miðvikudaginn sl.Þar skunduðu liðin um bæinn og leystu allskyns þrautir.
Lesa meira

Námsmat og helstu dagsetningar í maí

Nú styttist í námsmat vorsins en það hefst í næstu viku. Kennarar ættu að birta nemendum sínum hvernig námsmati árganganna er háttað og undirbúningi í gegnum Mentor. Athugið að nú á föstudag, 29.
Lesa meira

Skólablaðið til sölu

Skólablaðið okkar verður til sölu í Samkaup í dag kl.16-17.Í næstu viku er svo hægt að nálgast það upp í skóla.Nælið ykkur í eintak á litlar 500 kr.
Lesa meira

Nokkur hagnýt atriði vegna 20. apríls - Árshátíðar

Á morgun, miðvikudag: Skólabíll mun fara frá skólanum 12:10 og aka nemendum heim.Ekki verður skólabíll síðar um daginn og eru foreldrar beðnir um að koma börnum sínum út í Þórsver á tilgreindum tíma - sjá neðar í færslunni.   Mæting hjá völdum elstu nemendum í smink verður klukkan 14:30 og 15:00 og munum við hafa samband sérstaklega við þá sem við viljum að mæti fyrst í förðun. Aðrir bekkir mæta á tilteknum tíma, sjá hér að neðan: Þeir sem farða eru: Oddný, Ásdís, Ingveldur, Anna María, María (Etv Bylgja eða nemandi frá Bakkafirði).
Lesa meira

Árshátíðin verður þann 20. apríl

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn verður haldin miðvikudaginn 20.apríl klukkan 17:00. Þá verður sýnt leikritið Skilaboðaskjóðan og tveir einþáttungar sem leiklistarval skólans setur upp. Aðgangur er ókeypis en skólablað (kr.
Lesa meira

Kökubasar á föstudag

5.og 6.bekkur verður með kökubasar í Samkaupum klukkan 15:oo föstudaginn 14.apríl. Ágóðinn mun renna í ferðasjóð krakkanna!  .
Lesa meira