Fréttir

Möguleikhúsið - Eldbarnið leiksýning fyrir 1. - 10. bekk

Föstudaginn 18.september kl.8:30 fáum við heimsókn frá Möguleikhúsinu, en það mun flytja okkur leiksýninguna "Eldbarnið". Hvernig bregst lítil stúlka við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra náttúruhamfara? Sólveig er söguhetjan í þessu nýja leikriti Möguleikhússins.
Lesa meira

Tónleikar fyrir grunnskólann - "Fiðla og fótstigið"

Fiðla og fótstigið er samstarfsverkefni fiðluleikarans Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur og organistans Eyþórs Inga Jónssonar.Um er að ræða fræðandi, skapandi og aðgengilegt tónleikaprógram sem ætlað er nemendum á grunn- og framhaldskólaaldri. Flutt er tónlist eftir mörg af þekktustu tónskáldum veraldar í nýjum búningi þar sem útsetningar og spuni setja létta, þjóðlega stemmningu og gera tónlistina enn aðgengilegri hlustendum; Mozart á moldargófli, Schubert í sauðskinsskóm, Liszt í lopapeysu, Handel með hangikjöti og Lully lundabaggi eru uppskriftir tónleikanna. Leikið er á fiðlu og fótstigið orgel, harmoníum.
Lesa meira

Tónlist fyrir alla kemur til Þórshafnar

Miðvikudaginn 9.september kl.8:30 - 9:15 fáum við heimsókn frá hljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans á vegum verkefnisins "Tónlist fyrir alla". Farið er í ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni.
Lesa meira

Skólastarf að hefjast í Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Nú fer Tónlistarskolinn að fara af stað og eru foreldrar barna sem voru í skólanum í fyrra og ætla að halda áfram í vetur boðaðir á fund í Tónlistarskólanum á Þórshöfn klukkan 17:00 mánudaginn 31.
Lesa meira

Fjölgreindaleikar í grunnskólanum

Í dag voru fjölgreindaleikar í skólanum og luku allir nemendur 11 stöðvum.Á morgun verður svo seinni hlutinn sem lýkur með verðlaunaafhendingu kl.
Lesa meira

Matseðill fyrir ágúst og september

Hér ber að líta matseðil fyrir ágúst og september. Matseðill ágúst-sept 2015
Lesa meira

Það er gott að lesa

Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns.
Lesa meira

Skólaakstur

Á morgun hefja níu börn sína skólagöngu og þar af fjögur úr Svalbarðshreppi. Ef foreldrar vilja fylgja þeim í skólann eru þeir meira en velkomnir og þeir sem nýta skólabílinn í fyrramálið skulu endilega láta skólabílstjórann vita ef börnin nýta ekki skólabílinn á morgun.
Lesa meira

Nú er úti veður vott...

En það er nú ekki alveg víst að hið sama verði upp á tengingnum klukkan fimm í dag og því vonumst við enn eftir því að geta haft skólasetninguna í skrúðgarðinum - en ef ekki verður hún í kirkjunni og grill og leikir við eða inni í Veri. Ef við verðum í garðinum er tilvalið að taka með sér stóla og teppi til að sitja á! Sólskinskveðjur
Lesa meira