Fréttir

Skilaboðaskjóðan í hverju horni

Nú er gaman að vera fluga á vegg í skólanum! Í hverju horni eru nemendur að æfa textann sinn fyrir árshátíðina og það gera þau af miklum myndarskap og ábyrgð.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er til heiðurs danska skáldinu H.C.Andersen og er á afmælisdegi hans. Í bókasafninu verður stutt dagskrá í tilefni dagsins, þriðjudaginn 5.
Lesa meira

Svipmyndir

Lesa meira

Tónleikar Kórs MH fyrir nemendur

Þann 11.apríl sem ber upp á mánudag verður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð með tónleika fyrir nemendur grunnskólanna í Langanesbyggð í Þórshafnarkirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 13:00 og eru í um klukkustund. Allir nemendur skólans eru því í skólanum til um 14:10 þennan dag og þá mun skólabíll sömuleiðis fara en þennan dag fer hann frá kirkjunni. Nemendur í Frístund fara í sín verkefni skv.
Lesa meira

Kynning á Laugaskóla í dag

Fimmtudaginn 31.mars kl.15:00 mun skólameistari Framhaldsskólans á Laugum ásamt nemanda við skólann vera með stutta kynningu á námsframboði, félagslífi og sérstöðu skólans fyrir nemendur í 8.
Lesa meira

Skólahreysti - myndir

Sú hefð er að skapast hér í Grunnskólanum að foreldrar og nemendur í 5.- 10.bekk skunda til Akureyrar annars vegar til þess að keppa í Skólahreysti og svo hins vegar, sem er ekki síður mikilvægt, til þess að hvetja keppendurna. Við höfum ákveðið að gera bleikan að okkar lit og í ár var farið alla leið! Lukkudýrið okkar sem Hrafngerður á stóran heiður af gerði mikla lukku, en undir niðri þessum bleika glassúr öllum var hann Mansi okkar og var hann ásamt glassúrnum valinn sá allra flottasti úr áhorfendahópnum! Við áhorfendur vorum líka flott, en flottust af öllum voru þau Friðbergur, Álfrún, Erna, Mikki, Heimir Ari og Björg sem þorðu að taka þátt! Varamennirnir okkar þau Heimir Ari og Björg fengu líka dýrmæta reynslu og voru þess albúin að stökkva til ef meiðslu hefðu komið til. Skólahreystisvalhópurinn gistir svo eina nótt í Kjarnaskóg í boði Grunnskólans á Bakkafirði og eiga þar saman frábærar stundir með þeim Steina og Völlu.
Lesa meira

Matseðill apríl mánaðar

Hér  má sjá matseðill fyrir apríl mánuð. Matseðill apríl 2016 Matseðillinn er gefinn út með fyrirvara um breytingar.Matráður reynir eftir fremsta megni að láta vita með eins góðum fyrirvara og hægt er, með allar breytingar. Vinsamlegast komið ábendingum og/eða hugmyndum á matráð (karenrut@simnet.is).
Lesa meira

Nótan - auðvitað vorum við þar!

Nemendur úr 3.- 9.bekk sem stunda nám í Tónlistarskólanum okkar, fóru á fjórðungsmót Nótunnar sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna, ár hvert. Þar nutu þau sín með öðrum tónlistarmönnum af yngri kynslóðinni í Hofi og stóðu sig virkilega vel! Þau voru öll okkur, sér og sínum til sóma!.
Lesa meira

Skólahreysti er mannbætandi

Skólahreystishefð Grunnskólans á Þórshöfn hefur vaxið og dafnað á þeim fjórum árum sem við höfum tekið þátt.UMFL gaf skólanum búnað til æfinga og skólinn tók verkið að sér og sinnir því af fullri einurð! Krakkar í 5.
Lesa meira

Frábært kaffiboð í Þórsveri í dag!

Við erum svo ánægð með okkur hér í skólanum þessi dægrin að við erum eiginlega bara að springa! Öll skólastig eiga hvern snilldarleikinn á fætur öðrum og starfsfólkið leggur sig í framkróka um að aðstoða þau sem best það getur! Við komum í Landanum og þá tóku stóru krakkarnir þátt í Skólahreysti, allir nemendur skólans eru byrjaðir að æfa fyrir árshátíðina, en þá ætlum við að setja upp Skilaboðaskjóðuna og leikverk sem leiklistarval hefur verið að semja og æfa undanfarnar vikur! Í dag buðu 1.
Lesa meira