15.01.2016
Nú er námsmatsviku lokið hjá okkur í grunnskólanum.Nemendur hafa staðið sig með prýði þessa vikuna líkt og aðrar.
Á mánudaginn er leyfi hjá nemendum en þá er undirbúningsdagur starfsmanna.
Lesa meira
15.01.2016
1.-12.febrúar mun Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn ásamt góðum styrktaraðilum bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans.
Til verksins hefur verið fenginn Jóel Ingi Sæmundsson, leikari, en hann er okkur góðkunnur hér á Þórshöfn, þar sem hann ólst upp og gekk hér í grunnskóla.
Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í hvernig koma skuli fram við annað fólk, þau læra að virða hvort annað og losa hömlur sem svo oft liggja á unglingum.
Lesa meira
04.01.2016
Hér má sjá matseðill fyrir janúar mánuð.
Matseðill jan 2016
Lesa meira
18.12.2015
Krakkarnir okkar og Bakkfirðingar fóru í kertasund nú fyrir jólin og mikið sem það er fallegt að sjá! Gleðin lýsir úr hverju andliti og stemningin er töfrum líkust!
Þau Katrín og Pálmi sem hafa verið að leysa Steina af í fæðingarorlofinu hans hafa nú kvatt okkur og eru farin suður, en hver veit nema þau komi aftur í heimsókn til okkar!
Lesa meira
18.12.2015
Að baki er yndisleg samvera okkar allra hér í skólanum.Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi í skólann í morgun og nutu sín, þennan síðasta skóladag ársins.
Lesa meira
18.12.2015
Í nótt, aðfaranótt 19.desember kemur hann Skyrgámur, matgæðingur mikill:
Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
Lesa meira
18.12.2015
Síðast liðna nótt (18.12)kom hann Hurðaskellir til byggða, en hann er í upphaldi hjá mörgum.Jóhannes úr Kötlum lýsir honum svo;
Hurðaskellir Tryggva.
Sjöundi var Hurðaskellir,
- sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
Hurðaskellir Ólafs Péturssonar.
Lesa meira
17.12.2015
Nemendur í 1.- 4.árgangi sögðu frá í máli og myndum efni jólaguðsspjallsins og komu foreldrar í heimsókn og nutu frásagnarinnar!
.
Lesa meira
17.12.2015
2.-4.árgangur fór í heimsókn á slökkvistöðina á mánudaginn var þar sem tekið var mjög vel á móti okkur.Krakkarnir fengu að skoða tól og tæki, fengu að prufa að vera í reyk og Tóti sýndi þeim reykkafarabúning.
Lesa meira
16.12.2015
Aðfaranótt 17.desember kemur Askasleikir til byggða.Honum þykir afar gott að sleikja aska heimilisfólks en líklega verður hann að láta sér nægja að sleikja diska okkar mannfólksins því þeir hafa leyst hinn forna borðbúnað af hólmi.
Lesa meira