Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er til heiðurs danska skáldinu H.C. Andersen og er á afmælisdegi hans. Í bókasafninu verður stutt dagskrá í tilefni dagsins, þriðjudaginn 5. apríl kl. 17:30. Þá munu nokkrir nemendur lesa úr ævintýrum H.C. Andersen og yngstu nemendurnir syngja. Einnig munu nokkrir fullorðnir mæta og lesa úr uppáhaldssögum sínum frá bernskuárunum. Verið öll velkomin í bókasafnið, á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar og heiðrum minningu ævintýraskáldsins H.C. Andersen.