Árlega þjálfa 7. bekkingar sig markvisst í upplestri og framsögn hér í skólanum. Átak þetta hefst á degi íslenskrar tungu og lýkur með þátttöku okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega á Húsavík. Keppendur okkar á henni eru valdir í innanhúss keppni hér hjá okkur en í ár voru það Friðgeir Óli Eggertsson og Ómar Valur Valgerðarson sem tóku þátt fyrir okkar hönd. Þeir stóðu sig afbrags vel þó ekki hafi verðlaun fallið þeim í skaut. Nemendur frá Borgarhólsskóla og Þingeyjarskóla skipuðu sér í efstu þrjú sætin.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is