Fréttir

Þau eru að byrja í skóla!

Á föstudaginn var stór dagur í lífi margra barna hér á Þórshöfn því þau innrituðust í Grunnskólann.10 ára skólaganga er að hefjast.
Lesa meira

Niðurstöður kannana Skólapúlsins

Ýmsar upplýsingar er texti sem birtist hér að ofan á síðunni, en þar er að geyma mikinn fjársjóð! Þar undir má t.d.finna textann ,,Skýrslur skóla" og þar eru niðurstöður kannana Skólapúlsins undanfarin ár. Þar má einnig finna skóladagatal næsta vetrar.
Lesa meira

Verið að undirbúa útilegu

Aldrei leiðinlegt að horfa út um gluggann minn!
Lesa meira

Umhverfisdagur í skólanum

Það er mikið um að vera í skólanum í dag; börn og starfsfólk er á ferð með málningarfötur og pensla með það að markmiði að skreyta bæinn sinn og flikka upp á skólalóð og landnámsmennina okkar sem standa vestan við skólann. Veðrið leikur við okkur, þó hann sé pínu kaldur (en við látum það nú ekki á okkur fá!) Námsmöppur fara heim í dag með 8.
Lesa meira

Heimsókn úttektaraðila

Nú eru hér fulltrúar Menntamálaráðuneytisins með eftirfylgniúttekt á grunnskólanum.Fyrir fimm árum var gerð úttekt á skólanum hér og í kjölfarið unnin umbótaáætlun. Nú er gildistími þeirrar áætlunar búinn og þær Sigríður og Birna eru hér til að meta hvernig skólastarfið gengur og er það lokahnykkur úttektarinnar. Ef þið hafið áhuga, þá hafa þær lausan tíma í dag frá 11:00 og eitthvað framyfir hádegi ef ef þið viljið koma  koma ykkar hugmyndum og athugasemdum, á framfæri við þær. Verið velkomin, Ingveldur, Sigríður og Birna. p.s.
Lesa meira

Flottir kvikmyndagerðarmenn

Barnabókasetur stendur árlega fyrir myndabandakeppni sem ber heitið Siljan, en þar eiga grunnskólanemendur að senda inn myndband sem byggir á bók sem gefin var út árið fyrir keppnina og sama ár. Í ár hrepptu þeir Unnar og Ingimar önnur verðlaun í þessari keppni, með þessu skemmtilega myndbandi. Við þökkum þeim Hilmu og Líneyju fyrir að hvetja nemendur okkar til þátttöku og óskum þeim og strákunum til hamingju með verðlaunin!    
Lesa meira

Leiksýning hjá Grunnskólanum á Bakkafirði

Í dag verður enn eitt stórvirkið sett upp hjá Grunnskólanum á Bakkafirði, en það er litla Gula hænan.Við viljum hvetja alla foreldra, ömmur og afa, börn og vandamenn til þess að leggja land undir fót og drífa sig á sýninguna! Það er hægt að lofa góðri skemmtun, því sjaldan hafa aðrar eins uppfærslur sést eins og hjá þeim á Bakkafirði. Hér má lesa kynningartexta um verkið: Litla gula hænan finnur fræ, henni gengur eitthvað brösulega að fá vini sína til þess að hjálpa sér við að þreskja kornið, mala það og á endanum að búa til brauðið.
Lesa meira

Matseðill maí mánaðar

Glæsilegan matseðil maímánaðar má nálgast hér.   Matseðill maí 2016
Lesa meira

Markaðsdagur í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug. Panta þarf borð hjá Bonný í síma 782-1393 eða í gegnum Facebook. Plássið kostar 2500 kr og mun sá peningur renna til nemenda í 5.
Lesa meira

Ratleikur

Nemendafélagið Aldan stóð fyrir ratleik fyrir 5.-6.bekk á miðvikudaginn sl.Þar skunduðu liðin um bæinn og leystu allskyns þrautir.
Lesa meira