Fréttir

Jólastöðvar eru komnar í gang

Nú eru okkar árlegu jólastöðvar komnar í gang og vinnu- og jólaandinn svífur hér um ganga. Engar íþróttir né sund er þessa tvo daga. Í dag, fimmtudag, eru allir nemendur búnir í skólanum kl.
Lesa meira

Matseðill í desember

Hér má sjá matseðil desember mánaðar. Matseðill des 2015
Lesa meira

Hlynur færir skólanum gjöf

Hlynur kom með fullan kassa af teiknimyndaklassík og gaf skólanum! Takk fyrir góða gjöf!  
Lesa meira

Söngur, íþróttir og landafræði

og nokkrar umræður um veður og færð, einkenna skólastarfið í dag. Samkvæmt samtali við veðurfræðing gæti dúrað eilítið um tvöleytið í dag og foreldrar verða þá að meta hvort í lagi sé að sækja börnin í skólann.
Lesa meira

Jólastöðvar

Verkefni frá jólastöðvum Á fimmtudag og föstudag verða hinar árlegu jólastöðvar hér í skólanum.Skólastarf þessa tvo daga er tileinkað list og verkgreinum og verður fjölmargt í boði fyrir nemendur að gera á sex aldursblönduðum stöðvum. Skólahald mun verða með eilítið breyttu sniði þessa daga hvað tímaramma varðar.
Lesa meira

Magnað Ljósmyndaval

  Hilma Steinarsdóttir hefur verið með nemendur sem það völdu sér, í Ljósmyndavali í vetur.Myndirnar sem hér fylgja með voru teknar ,,á tíma" eða 4 - 10 sekúndum og verður þá afraksturinn meira en lítið ,,spúgí!"  .
Lesa meira

Til hamingju með afmælið!

Grunnskólinn á Bakkafirði fagnar því nú í dag að 30 ár eru síðan húsnæði skólans var tekið í notkun. Grunnskólastarf í fyrrum Skeggjastaðahreppi er þó mun eldra. Við öll í Grunnskólanum á Þórshöfn óskum Bakkfirðingum og nærsveitungum til hamingju með daginn!
Lesa meira

Þorsteinn Ægir í leyfi

Steini okkar er nú farinn í fæðingarorlof fram yfir áramót.Við erum svo heppin að hafa fengið Katrínu Örnu Kjartansdóttur í afleysingar í sund og íþróttakennslu.
Lesa meira

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn.
Lesa meira

Abba labba lá

Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört og brún á brá og átti kofa í skóginum á milli grænna greina og trúði á stokka og steina. En enginn vissi, hvaðan hún kom í þennan skóg; enginn vissi, hvers vegna hún ærslaðist og hló, og enginn vissi, hvers vegna hún bæði beit og sló.- Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört og brún á brá og gerði alla vitlausa, sem vildu í hana ná. Á villidýrablóði, á villidýrablóði, lifði Abba-labba-lá. ...Einu sinni sá ég Abba-labba-lá. Hún dansaði í skóginum, svört og brún á brá. Mér hlýnaði um hjartað og hrópaði hana á: Abba-labba, Abba-labba, Abba-labba-lá! Þá kom hún til mín hlaupandi og kyssti mig og hló, beit mig og saug úr mér blóðið, -svo ég dó. -Og afturgenginn hrópa ég út yfir land og sjá: Varið ykkur, veslingar, varið ykkur, veslingar, á Abba-labba-lá. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Lesa meira