Nú er einmuna veðurblíða á Langanesinu og við í skólanum ætlum að njóta hennar í Skálum á morgun, föstudaginn 29. ágúst. Allir nemendur skólans fara út á nes og fararskjótarnir verða af ýmsum toga. Björgunarsveitarbíll með vönum björgunarsveitarmanni, Ungmennafélagsrútan, skólabíll og einnig fara nokkrir kennarar á sínum bílum. Nokkrir nemendur þurfa að fara með í kennarabílnum og eru þeir tryggðir sem farþegar þeirra.
Á morgun er sparinesti og um að gera að nesta krakkana vel og hafa hálfan lítra af vatni með í bakpokanum.
Ekki er ástæða til þess að hafa skólatöskuna með í skólanná morgun en bakpoki undir nesti, vatn og klæði eru nauðsynlegur.
Við leggjum af stað 8:10 og verðum komin um 13:00 en þá verður hádegisverður. Eftir hann fara krakkarnir heim!
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is