04.04.2014
Hér má sjá matseðil apríl mánaðar í mötuneyti Grunnskólans á Þórshöfn.
Verði ykkur að góðu.
Kveðja, Karen
Matseðill apríl 2014
Lesa meira
03.04.2014
Í kvöld munu krakkarnir í 5.og 6.bekk ganga í hús og safna fyrir börn sem hafa það svo miklu verr en við hér á Íslandi.Þau ganga í hús með bauka og allt framlag íbúa er velþegið! Við vonumst til og vitum raunar að þið munið taka vel á móti krökkunum.
Lesa meira
02.04.2014
Marita fræðslan kemur í heimsókn á Þórshöfn fimmtudaginn 3.apríl nk.Dagurinn byrjar á fyrirlestrum fyrir grunnskólanemendur í 7.- 10.
Lesa meira
01.04.2014
Nú styttist óðum í árshátíðina okkar og krakkarnir eru farnir að æfa leikrit og setja saman dagskrá hátíðarinnar sem verður tileinkuð ævintýrum H.C.Andersen.
H.C.
Lesa meira
01.04.2014
Starfsfólk GÞ ætlar að mæta í sínu ljótasta pússi á morgun! Nú er bara spurning hvort nemendur skólans taki áskoruninni og finni fötin sem þeir einhvern veginn hafa aldrei fílað! Starfsfólkið er til! En þið?
Lesa meira
27.03.2014
Klara Sif, Svanhildur Björt, Baldur og Mansi kepptu í dag fyrir hönd okkar í Stóru upplestrarkeppninni á Raufarhöfn.Öll stóðu þau sig með miklum sóma og Svanhildur krækti í þriðja sætið! Grunnskólinn á Vopnafirði var í öðru sæti og sigurinn féll í hlut Öxarfjarðarskóla annað árið í röð.
Tónlistarskóli Langanesbyggðar var með tvö tónlistaratriði á hátíðinni og meðal annars fengum við að heyra 10 nemendur okkar flytja sama atriði og hlaut viðurkenningu á Nótunni, Akureyri.
Sannarlega góður dagur!.
Lesa meira
23.03.2014
Úrslitahátíð Nótunnar fór fram í dag og átti Langanesbyggð þar glæsilegan fulltrúa, Njál Halldórsson frá Skeggjastöðum.Hann lék á harmoniku tóna eftir Edward Grieg, In the hall of the Mountain King, en mörg okkar fengu að heyra það atriði á jólatónleikum Tónlistarskólans.
Lesa meira
21.03.2014
Skólinn starfar með hefðbundnum hætti í dag.Aðalgötur bæjarins eru vel færar og aðgengi að skólanum mjög gott.Vinsamlegast gangið inn vestan megin!.
Lesa meira
20.03.2014
Hingað eru mættir hressir og hraustir krakkar til okkar og heilmargir starfsmenn.Við erum því albúin að taka á móti öllum sem vilja vinna í sínum áætlunum og eiga notalegar stundir saman í snjóstorminum.
Jarek var svo frábær í morgun, að hann náði í starfsfólk og börnin þeirra og við erum öll þess albúin að eiga góðan dag í skólanum okkar!
Vinsamlegast tilkynnið í skólann ef ykkar börn koma ekki í skólann.
Lesa meira
19.03.2014
Vegna vondrar veðurspár er upplestrarkeppninni sem vera àtti à morgun frestað um viku.
Lesa meira