20.05.2014
Fyrirhuguð er hjólaferð á morgun, svo framarlega að ekki verði af vinnustöðvun kennara.Nemendur þurfa að koma með hjól, hjálma, vera vel klædd og þeir sem eiga endurskinsvesti mega endilega koma með þau.
Lesa meira
20.05.2014
Það er í mörg horn að líta hjá nemendum okkar í dag.Yngsta stigið vatt sér hér út fyrir dyrnar og snaraði inn heilum haug af plastrusli.
Lesa meira
20.05.2014
Á morgun miðvikudag hafa kennarar boðað vinnustöðvun.Allir kennarar GÞ eru í KÍ svo ef af verkfalli verður, verður ekki kennsla hér í skólanum á morgun.
Lesa meira
19.05.2014
Í vetur kom fram hugmynd hér í skólanum að minnka plastnotkun en plast er óratíma að eyðast í náttúrunni - réttara er þó að segja að það brotni niður í smærri einingar, en plast er þeim leiðinda eiginleika gætt að hverfa aldrei! Það mun þvælast um höfin það sem eftir er, eða menga jarðveginn.
Nemendur skólans eru nú að vinna að verkefni um sjálfbærni og eitt af verkefnum okkar er að vekja okkur sjálf til vitundar um þann skaðvald sem plastið er í umhverfinu.
Lesa meira
15.05.2014
Þetta er líklega ekki samsetning sem þekkist á mörgum skólaborðum! Vika atvinnulífsins í fullum gangi!
Lesa meira
15.05.2014
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/15/verkfall_hja_kennurum_i_dag/
Lesa meira
14.05.2014
Í dag hafa 10.bekkingar heimsótt fyrirtæki á staðnum og nemendur í 5.- 9.bekk fóru í Ísfélag Vestmannaeyja og heimsóttu þar landvinnsluna og bræðsluna.
Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar þar voru höfðinglegar og nemendur drukku í sig fróðleik og skemmtun - og sáu jafnvel tilgang með því að læra eðlisfræði!
Kiddi Kalli, Gunnar, Rabbi og Kiddi, kærar þakkir fyrir frábæran dag - þið eruð höfðingjar heim að sækja! - Sem og þið öll sem þar vinnið!.
Lesa meira
12.05.2014
Í þessari viku eru einungis tveir kennsludagar, þ.e.a.s.ef af verkfalli verður, en hún er tileinkuð atvinnulífi staðarins.
Nemendur munu kynnast störfum sveitarstjórnar, verkefnum sveitarfélaga, starfsemi fyrirtækja á svæðinu eða vera í öðrum verkefnum sem skilgreind eru og skipulögð í sameiningu af skóla og heimilum.
Lesa meira
12.05.2014
Nú á fimmtudaginn, 15.maí er fyrsti verkfallsdagur af þremur sem hefur verið boðaður hjá Félagi grunnskólakennara.Ef af verður, er því engin kennsla hér í GÞ þar sem allir þeir sem sinna kennslu hér í skólanum eru í FG.
Skólastjóri og stuðningsfulltrúar verða við vinnu.
Það er von mín að vinnudeila leysist sem fyrst með sem farsælustum hætti fyrir alla hlutaðeigandi.
Lesa meira
12.05.2014
Á föstudaginn kemur verður samtalsdagur hér í skólanum okkar.Foreldrar og/eða forráðamenn eru beðnir um að skrá sig á Mentor.Hér fylgir með myndband um það hvernig þið skráið ykkur á ákveðinn tíma - fyrstur kemur, fyrstur fær!
https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g.
Lesa meira