Fréttir

Góður styrkur úr Sprotasjóði

Grunnskólinn á Þórshöfn hefur hlotið góðan styrk úr Sprotastjóði í þróunarverkefni sem hefst næsta haust við skólann og ber heitið: Lýðræði, þátttaka og hlutdeild allra í skólastarfi Grunnskólans á Þórshöfn. Markmið verkefnisins er að skólastarfið endurspegli það fjölmenningarlega samfélag sem skólinn á rætur sínar í. Við viljum gera menningu allra nemenda okkar sýnilega og námskrá skólans taki mið af henni og hún sé hluti af starfsháttum okkar og hluti af öllu  foreldrasamstarfi.
Lesa meira

Góða helgi

Sá sem kennir börnum, lærir meira en þau.
Lesa meira

Háskólalestin á Þórshöfn - takið 22. og 23. maí frá! Einstakt tækifæri

Allir Háskólalestin og Háskóli unga fólksins á ferð um landið Grunnskólanemum boðið á námskeið í Háskóla unga fólksins Háskóli unga fólksins (HUF) hefur verið starfræktur á vegum Háskóla Íslands frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda.
Lesa meira

Framhaldsskólinn á Laugum býður heim

Framhaldsskólinn á Laugum býður alla velkomna á opinn dag í íþróttahúsi skólans á sumardaginn fyrsta, 23.apríl, kl.13:00 - 16:00 Tilvalið er fyrir nemendur grunnskóla og foreldra þeirra að koma og eiga góðan dag. Kynning verður á námsframboði skólans, en hann býður upp á nám á almennri námsbraut, félagsfræðibraut, íþróttabraut og náttúrufræðibraut.
Lesa meira

Hvernig lærum við?

Eitt hið mikilvægasta í öllu námi jafnt innan skóla sem utan er að þekkja sjálfan sig, vita hvernig við lærum. Við hvetjum ykkur öll til þess að setjast niður með barninu ykkar og ræða vel hvernig best er hægt að undirbúa sig í undirbúningi fyrir próf en ekki síður um það hvernig við lærum og hvernig við getum orðið betri og betri námsmenn. Það er hluverk okkar að hjálpa börnum til raunhæfs sjálfsmats, kynna þeim markmið námsins vel og hvernig þau nást.Nemendur þurfa að velta fyrir sér námi sínu, hvernig gengur og hvað gengur vel eða hvað þarf að ganga betur.
Lesa meira

Prófavikan nálgast

Nú nálgast óðum vorið.Um leið og vorið er tími gróðursetningarinnar er það líka uppskerutími hér í skólanum.Við tökum saman það sem við höfum lært, metum það og rifjum upp.
Lesa meira

Leiksýning í Öxarfjarðarskóla

Vinir okkar í Öxarfjarðarskóla eru með þessa glæsilegu sýningu 15.apríl nk. Hvetjum alla til að fara sjá þau á sviði. http://www.kopasker.123.is/blog/2015/04/07/________________________________/
Lesa meira

Matseðill apríl mánaðar í einum af bestu mötuneytum landsins!

Hér gefur að líta matseðil fyrir apríl mánuð. Matseðill apríl 2015
Lesa meira

Aftur í skólann

Á morgun hefst kennsla samkvæmt stundaskrá klukkan 8:10. Það er því um að gera að fara að sofa snemma í kvöld! Við hittumst hress og kát í fyrramálið.
Lesa meira

Skólapúlsinn: Mikil ánægja foreldra með skólamáltíðir

Karen Rut matráður á svo sannarlega skilið að fá rós í hnappagatið fyrir hennar góða mat! Eitt af matstækjum Grunnskólans á Þórshöfn er Skólapúlsinn.
Lesa meira