Fréttir

Skólaslit, handverkssýning og kaffihús

Skólaslit verða á morgun laugardaginn 30.maí kl.14 í Þórshafnarkirkju. Að þeim loknum verður foreldrafélag grunnskólans með kaffisölu í félagsheimilinu Þórsveri.
Lesa meira

Umhverfisráðstefna 7.-9.bekkjar

Allir velkomnir á glæsilega umhverfisráðstefnu 7.-9.bekkjar í dag kl.12.30.
Lesa meira

Háskólalestin á Þórshöfn

Á föstudag og laugardag nk mun Háskólalestin koma í Langanesbyggð.Á föstudag munu nemendur í 5.-10.bekk úr Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkfirði sækja sex námskeið hjá lestinni í eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, japönsku, stjörnufræði og vindorku og vindmyllum. Á laugardag býður síðan Háskólalestin öllum íbúum til Vísindaveislu í Þórsveri. Þetta er viðburður sem vert er að líta á - enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda

Í dag fór innritun nýrra nemenda fram í Grunnskólanum á Þórshöfn og hér mætti glaður hópur sem innritaðist í 1.bekk fyrir skólaáríð 2015-2016. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim næstu tíu árin.
Lesa meira

Fermingarbörnum færðar gjafir

Líkt og síðast liðin ár færði Sparisjóður Norðurlands, nú á dögunum, fermingarbörnum okkar vasareikni að gjöf.Vasareiknirinn nýtist þeim vel í því krefjandi stærðfræði námi sem þau munu taka sér fyrir hendur á næstu árum. Þökkum við Sparisjóði Norðurlands kærlega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Lesa meira

Varðandi leyfi frá skóla

Foreldrar og forráðamenn skulu snúa sér til umsjónarkennara varðandi leyfi. Leyfi í 1-2 daga veitir umsjónarkennari en séu leyfi 3 dagar eða meira þarf umsjónarkennari að vísa málinu til skólastjóra og þeir afgreiða beiðnina í sameiningu. Séu nemendur í leyfi er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn sjái til þess að nemandi sinni námi sínu, bæði heimanámi sem og því námi sem hann missir af í skólanum, á meðan á leyfinu stendur. Meðfylgjandi er eyðublað sem fylla þarf út og afhenda umsjónarkennara.
Lesa meira

Matseðill fyrir maí

Hér má sjá matseðil fyrir maí. Matseðill maí 2015
Lesa meira

Vortónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Laugardaginn 9.maí lýkur Tónlistarskólinn vetrarstarfi sínu með glæsilegum tónleikum í Þórsveri. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og eru þeir öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Að tónleikum loknum geta gestir keypt sér veitingar af kaffihlaðborði og rennur andvirði sölunnar í sjóð til þess að kaupa píanó fyrir tónlistarskólann. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynnast því góða starfi sem unnið er á meðal barna og unglinga í Tónlistarskólanum okkar. Verð fyrir veitingarnar verður kynnt síðar.
Lesa meira

Hyggur barnið þitt á tónlistarnám næsta vetur?

Þá er runninn upp tíminn til þess að skrá það í Tónlistarskóla Langanesbyggðar. Vinsamlegast nýtir ykkur eyðblöð sem má finna hér á þessari slóð: http://grunnskolinn.com/tonlistarskoli-thorshafnar/umsokn-um-tonlistarnam/ ATH.
Lesa meira