29.10.2015
Langanesbyggð hefur fengið þá Ingvar Sigurgeirsson og Jakob Frímann Þorsteinsson til þess að vinna með okkur að forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Lesa meira
29.10.2015
Hrafngerður okkar er að spóka sig í útlöndum en á meðan björgum við okkur.Hér eru þau Árni, Þórhallur og Hólmfríður að setja saman frábærar geimverur!
Þó að Hrafngerði vanti, vantar ekkert upp á vinnusemina og sköpunargleðina!
Á milli fingra Ingimars er agnarsmár kross sem hann pússar af mikilli natni!
Er hann Unnar að undirbúa sig fyrir tannlæknanámið, eða verður hann kannski smiður? Ja nema hann bregði sér á víkingaleikana með svona flott sverð!.
Lesa meira
28.10.2015
Norðurljósin léku sér dátt og Guðjón Gam náði þessari frábæru mynd af dansi þeirra!
Lesa meira
05.10.2015
Hér má nálgast matseðil fyrir október mánuð.
Sniðugt að hengja hann á ísskápinn og fylgjast með hvaða kræsingum við gæðum okkur á hérna í skólanum alla daga.
Lesa meira
26.09.2015
Skólasetning, fjölgreindarleikar, Fiðlan og fótstigið, Eldbarnið, Norræna skólahlaupið, Göngum í skólann, samræmd próf, bekkjarkvöld, námsefniskynningar að ógleymdum Skuggamyndunum frá Býsan eru allt hugtök og heiti sem finna má fréttir af hér á síðunni! Að auki hefur verið upplestur á bókasafninu, samspil hjá Kadri auk alls kyns námslegra viðfangsefna annrra.
Lesa meira
26.09.2015
Nú er að baki vikan þar sem átak var í því að koma gangandi í skólann.Krakkarnir stóðu sig mjög vel - og sumir í starfsmanna hópnum líka, en aðrir síður! Kannski eins og gengur.
Lesa meira
22.09.2015
Á mánudaginn 28.september klukkan 20:30, verður erindi á vegum Heimilis og skóla (væntanlega í Þórsveri).
Við fögnum komu fulltrúa þeirra hingað til okkar og vonandi komast sem allra flestir þetta kvöld, því sagan sannar að gott samstarf er lykillinn að árangursríku skólastarfi.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi og ávinning af góðu samstarfi milli heimilis og skóla.
Lesa meira
22.09.2015
Það er aldrei dauð stund hér hjá okkur í skólanum og á morgun, miðvikudag verða umsjónarkennarar og nemendur i 5.- 6.árgangi og 7.
Lesa meira
21.09.2015
Sú hefð hefur verið hér við skólann á liðnum árum að síðasta föstudag hvers mánaðar hefur verið svokallað frjálst nesti.Þá mega nemendur koma með hvað eina sem þau vilja en þó ekki sælgæti eða gosdrykki.
Lesa meira