Næstu nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða, hann Stekkjastaur; Aðfaranótt laugardagsins, 12.12 er dagurinn sem fyrsti jólasveinninn lætur sjá sig nú í ár. Nú á aðventunni munum við birta ljóð Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana en engar vísur um þá góðu sveina hafa haft eins mikil áhrif á mótun hugmynda okkar um þá. Áður en Jóhannes samdi vísur sínar, voru margar útgáfur til af þjóðsögunni um jólasveinana en nú efast fáir um hvaðan þeir koma, hvað þeir heita eða hvað þeir bauka á ferðum sínum. Tryggvi Magnússon myndskreytti bókina ,,Jólin koma" e. Jóhannes og myndir hans og Ólafs Péturssonar fylgja með þessum færslum okkar. Jólasveinarnir
Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, - eins og margur veit, - í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, - það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, - um jólin birtust þeir. Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn. Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helzt þeir leituðu í eldhús og búr. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Og eins, þó einhver sæi, var ekki hikað við að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is