Samstarf milli skólastiga

Í samstarfi milli leikskóla og grunnskóla er stór þáttur að fá elsta hópinn í leikskólanum í heimsókn í grunnskólann þar sem þau fá að kynnast starfsfólki, húsnæði og nemendum. Í dag var fyrsta heimsóknin á þessu skólaári og kom glaðbeittur hópur í skólann kl. 10 og stoppaði hjá okkur til kl. 12. Þau voru í hópavinnu með 1.bekk, farið var í smá jólaföndur og jólakort útbúin. Næst koma þau til okkar í janúar og þá í 2 daga. Við hlökkum til að fá þennan skemmtilega hóp til okkar. Látum nokkrar myndir fylgja með frá heimsókninni í morgun.