15.04.2015
Eitt hið mikilvægasta í öllu námi jafnt innan skóla sem utan er að þekkja sjálfan sig, vita hvernig við lærum.
Við hvetjum ykkur öll til þess að setjast niður með barninu ykkar og ræða vel hvernig best er hægt að undirbúa sig í undirbúningi fyrir próf en ekki síður um það hvernig við lærum og hvernig við getum orðið betri og betri námsmenn.
Það er hluverk okkar að hjálpa börnum til raunhæfs sjálfsmats, kynna þeim markmið námsins vel og hvernig þau nást.Nemendur þurfa að velta fyrir sér námi sínu, hvernig gengur og hvað gengur vel eða hvað þarf að ganga betur.
Lesa meira
15.04.2015
Nú nálgast óðum vorið.Um leið og vorið er tími gróðursetningarinnar er það líka uppskerutími hér í skólanum.Við tökum saman það sem við höfum lært, metum það og rifjum upp.
Lesa meira
10.04.2015
Vinir okkar í Öxarfjarðarskóla eru með þessa glæsilegu sýningu 15.apríl nk.
Hvetjum alla til að fara sjá þau á sviði.
http://www.kopasker.123.is/blog/2015/04/07/________________________________/
Lesa meira
09.04.2015
Hér gefur að líta matseðil fyrir apríl mánuð.
Matseðill apríl 2015
Lesa meira
07.04.2015
Á morgun hefst kennsla samkvæmt stundaskrá klukkan 8:10.
Það er því um að gera að fara að sofa snemma í kvöld!
Við hittumst hress og kát í fyrramálið.
Lesa meira
01.04.2015
Karen Rut matráður á svo sannarlega skilið að fá rós í hnappagatið fyrir hennar góða mat!
Eitt af matstækjum Grunnskólans á Þórshöfn er Skólapúlsinn.
Lesa meira
30.03.2015
Þeir eru talnaglöggir 4.bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn.Í haust náðu þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði.
Lesa meira
27.03.2015
Árshátíðin okkar tókst í alla staði mjög vel og sýnd voru leikrit og einnig var Tónlistarskólinn með góð innlegg í þá fínu dagskrá sem boðið var upp á! Hér má finna programm hátíðarinnar.
Lesa meira
25.03.2015
Krakkarnir í 10.bekk selja sínar mánaðarlegu samlokur á föstudaginn.Þau munu ganga á milli nemenda á morgun og taka niður pantanir.
Lesa meira
25.03.2015
Æfing fyrir leikritið Gott kvöld.
Á morgun rennur stóri dagurinn upp! Árshátíðin okkar verður haldin með pompi og prakt.
Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 17:00 og gestir eru beðnir um að mæta tímanlega í sínu besta pússi.
Á dagskrá verða leikverk, tónlistarskólanemendur flytja okkur tónlist og í lokin býður starfsfólk skólans upp á vöfflur í tilefni dagsins.
Frá klukkan 20:00 verður ball fyrir 7.
Lesa meira