Fréttir

Öskudagsball kl. 15 í Þórsver

Foreldrafélög grunnskólans og leikskólans heldur Öskudagsball í Þórsveri á morgun kl 15.Kötturinn verður að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og skemmtileg tónlist til að dansa við.
Lesa meira

1 1 2 dagurinn í Grunnskólanum á Þórshöfn

11.2 munu slökkviliðið, heilsugæslan, sjúkrabíll, björgunarsveit og lögreglan koma í heimsókn í skólann í tilefni 112 dagsins. Skipulag dagsins verður : 10.30 1.- 4.bekkur 10:50 5.
Lesa meira

Heimilisfræði á Bárunni

Nemendur okkar í 5.og 6.bekk fara í hverri viku niður á veitingastaðinn Báruna til Nik og nema þar hin ýmsu fræði um matreiðslu, mataræði og umgengni um mat og eldhús. Um daginn voru þau að búa sér til eggja snittur og skreyttu þær svona líka fínt eins og sjá má á myndunum. Á Báruna fer einnig heimilisfræði valhópur sem samanstendur af nemendum úr 7.
Lesa meira

Þorrablót skólans á fimmtudag

Þorrablót skólans verður á fimmtudaginn kemur 12.febrúar í Þórsveri.Dagskrá hefst klukkan 17:00 með stuttum skemmtiatriðum þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skemmtir sér og öðrum saman. Samkaup hefur beðið um að viðskiptavinir láti vita ef þeir hafa áhuga á því að kaupa þorramat þar, best væri að það væri gert í upphafi vikunnar svo tóm gefist til að panta kræsingarnar.
Lesa meira

Lífshlaupið og Grunnskólinn á Þórshöfn

Nú hefur Lífshlaupið rennt sér af stað enn eitt árið og við höfum skráð okkur til leiks.Börn við Grunnskólann á Þórshöfn hreyfa sig alla jafna, jafn mikið eða nokkru meira en jafnaldrar þeirra á landsvísu en þau borða heldur óhollari mat, þ.e.a.s.
Lesa meira

Góður samtalsdagur að baki

Þriðjudaginn 3.febrúar var samtalsdagur hjá okkur hér í skólanum.Þá koma nemendur og foreldrar þeirra í skólann og hitta umsjónarkennarana sína og annað  starfsfólk skólans óski þeir þess (tenglar eru frá Heimili og skóla) Þetta var í alla staði góður dagur; Mæting foreldra var í alla staði frábær og fylgdi þeim góður andblær í skólann okkar. Námsmatið okkar er einstaklingsmiðað og byggt á leiðsögn, þannig að það nýtist nemendum okkar í næstu verkefnum þeirra ásamt því að segja hvernig hefur gengið í vetur. Starfsfólk skólans þakkar fyrir sig við vonumst til að samtölin verði gott veganesti í ferðinni um menntaveginn.   Hér má kynna sér Foreldrabanka Heimilis og skóla en þar má kynna sér flest það sem viðkemur foreldrastarfi og skóla.
Lesa meira

Matseðill febrúar mánaðar

Hér gefur að líta gómsætan matseðil febrúar mánaðar. Verði ykkur að góðu! Matseðill febrúar 2015
Lesa meira

Dagskrá tileinkuð Línu og Astrid

Opið hús verður í bókasafninu miðvikudaginn 4.febrúar frá kl.17:00 -18:00.Nemendur úr grunn- og tónlistarskólanum kynna barnabókarithöfundinn Astrid Lindgren með upplestri og hljóðfæraleik.
Lesa meira

Samtalsdagur þriðjudaginn 3. febrúar - uppfært

Heil og sæl! Nú er komið að vetrarsamtalsdeginum okkar og foreldrar eru beðnir um að skrá sig í gegnum Mentor eins og undanfarin samtöl.
Lesa meira