Námsmat og helstu dagsetningar í maí

Nú styttist í námsmat vorsins en það hefst í næstu viku. Kennarar ættu að birta nemendum sínum hvernig námsmati árganganna er háttað og undirbúningi í gegnum Mentor. Athugið að nú á föstudag, 29. apríl er undirbúningsdagur í skólanum. 17. maí er einnig undirbúningsdagur en þessa daga mæta nemendur ekki í skólann. Við áætlum að vika atvinnulífsins verði vikuna 18. - 20. maí og vorferðir eru fyrirhugaðar vikuna 23. - 26. maí, en nánar um þetta síðar. 27. maí er samtalsdagur og þá mæta nemendur með foreldrum og eða forráðamönnum sínum í samtal þar sem farið er yfir af beggja hálfu hvernig veturinn hefur gengið og helstu markmið sem vinna skuli að næsta vetur. Þann dag er ekki hefðbundin kennsla. Skólaslit verða laugardaginn 28. maí, væntanlega í kirkjunni.