Leiksýning hjá Grunnskólanum á Bakkafirði

Í dag verður enn eitt stórvirkið sett upp hjá Grunnskólanum á Bakkafirði, en það er litla Gula hænan. Við viljum hvetja alla foreldra, ömmur og afa, börn og vandamenn til þess að leggja land undir fót og drífa sig á sýninguna! Það er hægt að lofa góðri skemmtun, því sjaldan hafa aðrar eins uppfærslur sést eins og hjá þeim á Bakkafirði. Hér má lesa kynningartexta um verkið: Litla gula hænan finnur fræ, henni gengur eitthvað brösulega að fá vini sína til þess að hjálpa sér við að þreskja kornið, mala það og á endanum að búa til brauðið. En allir eru tilbúnir að borða brauðið. Litla gula hænan býr hjá risa nokkrum sem er nokkuð góður við púddu sína, enda er hún góður fengur. Púddan nefnilega verpir gulleggjum. Við kynnumst líka Jóa, Dísu og mömmu hans. Þau eru afskaplega fátæk. En dag nokkurn ákveða þau að selja kúnna sína hana Rjómalind. Jói leggur af stað með kusu á markaðinn. En hittir á leiðinni tvær nornir sem bjóða honum eina baun fyrir kúnna. Að sjálfsögðu eins og í góðu ævintýri þiggur Jói það. Mamma hans var nú ekkert sérlega kát þegar hann kom heim með eina skitna baun. Hún kastar henni í grasið og rekur Jóa beint í bólið. Daginn eftir hefur sprottið upp hið glæsilegasta baunagras. Að sjálfsögðu prílar Jói upp baunagrasið og svo............ Leiksýning Grunnskólans á Bakkafirði byrjar klukkan sex í kvöld. Að lokinni sýningu verður boðið upp á kjöstsúpu. Miðaverð: Fullorðnir 2.000 krónur Börn 6-16 ára 1.000 krónur Börn 3- 5 ára 500 krónur Frítt fyrir börn 2 ára og yngri Allur ágróði rennur til nemendafélagsins, þar sem nemendur eru að safna fyrir skólaferðalag. Hlökkum til að sjá þig :)