Fréttir

Við leitum að sérkennara

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir sérkennara. Lykilorð okkar  eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni og  þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla. Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólabragnum. Áherslan er í skólastarfinu er á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu alls skólasamfélagsins, jafnt nemenda sem fullorðinna. Við óskum eftir sérkennara sem tilbúinn er til þess að vinna með í kennarateymum og  sinna fjölbreyttum verkefnum sem lúta að uppbyggingu sérkennslu við skólann og þróun hennar eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar. Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla og lokið námi í sérkennslufræðum. Laun fara eftir kjarasamningi KÍ og sveitarfélaganna. Umsóknarfrestur er til 20.
Lesa meira

Gegn einelti

"Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar.Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt.
Lesa meira

Framkvæmdir í Grunnskólanum á Þórshöfn

Frá og með 2.júní verður Grunnskólinn á Þórshöfn lokaður.Skrifstofa skólastjóra verður á Hálsvegi 9 og eru allir velkomnir að líta þar við, ef hitta þarf á hann. Símar skólans verða óvirkir en þessi númer koma í staðinn: Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri gsm: 8526264 heimasími: 4681444 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri gsm: 8520412 heimasími: 4457778 Harpa, fjölliði 8524878 Ingveldur lætur af störfum 1.
Lesa meira

Skólaslit 2016

Skólaslitin fóru fram í einstaklega fallegu veðri og var nokkuð vel mætt. Við útskrifuðum þrjá nemendur sem halda nú á vit nýrra ævintýra í nýjum skólum og óskum við þeim alls hins besta. Foreldrafélagið var með kaffi að athöfn lokinni og þar var vel veitt og rúm hefði verið fyrir miklu fleiri.
Lesa meira

Skólaslit í dag klukkan 14:00

Sumarnótt á Langanesi 28.05.2016 Elías Pétursson Á eftir dásamlegri nótt kemur jafnvel enn fegurri dagur! Skólaslitadagur Grunnskólans á Þórshöfn. Skólaslitin verða í Þórshafnarkirkju klukkan 14:00 Ávarp skólastjóra Ávarp formanns Nemendafélagsins Öldunnar Nemendur kvaddir eftir árgöngum - umsjónarkennarar Útskrift 10.
Lesa meira

Pylsur eða pulsur?

Úr íslenskri orðabók: pylsa, pulsa -u, -ur KVK • langur og mjór himnubelgur fylltur (söltuðu og reyktu) kjötdeigi vínarpylsa spægipulsa pylsubrauð • vínarpylsa í brauðhleif með m.a.
Lesa meira

Samtalsdagur á föstudag, 27.05.16

Á föstudaginn er samtalsdagur hér í skólanum.Þá ræða umsjónarkennarar við nemendur um hvernig hefur gengið í vetur, hvernig markmiðssetningin gekk og þá ekki síður hvernig gekk að ná þeim. Umsjónarkennarar fara yfir félagslegu markmiðin með hverjum og einum nemanda, en félagsfærnin heitir nú samkvæmt Aðalnámskránni - lykilhæfni.
Lesa meira

Skólaslit á laugardag 28.05. klukkan 14:00

því miður er villa í myndinni - en þetta er 28.05
Lesa meira

Þau eru farin út og suður!

Það er varla að maður geti sagt frá því öllu sem er að gerast í skólastarfinu okkar þessa dagana.1.- 4.bekkur þutu út um allan bæ í ratleik í dag í alveg dásamlegu veðri. 8.
Lesa meira

5. og 6. bekkur á faraldsfæti

Þeir hafa verið tíðindasamir síðustu tveir dagarnir hjá 5.og 6.bekk en þau eru í óvenju glæsilegu ferðalagi, enda hafa þau og foreldrar þeirra ásamt umsjónarkennar staðið í ströngum fjáröflunum undanfarið. Krakkarnir hafa fari á minjasöfn, keilu, út í Hrísey, siglt út á Eyjaförðinn og svo átt kósístundir í bústöðum! Til hamingju krakkar með flott skólaferðalag og takk Hilma, Bonní og Ólína fyrir að fara með þeim í allt þetta! Það er nefnilega ekkert alveg sjálfsagt!.
Lesa meira