Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn

Á fimmtudaginn 10. apríl verður Árshátíð GÞ haldin í Félagsheimilinu Þórsveri. Húsið opnar klukkan 16:30 en dagskrá hefst stundvíslega klukkan 17:00. Þema hátíðarinnar verður H.C.Andersen og ævintýrin hans. Allir eru hjartanlega velkomnir á Árshátíðina, en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 16 ára og eldri en ókeypis er fyrir börn og ellilífeyrisþega. Boðið verður upp á ,,starfsmanna"vöfflur í lok dagskrár. Við minnum nemendur á að spariklæðnaður er skilyrði. Og ,,gala!" klæðnaður er á ballið! Á dagskrá er:
  1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Benni, Alexander, Unnar, Heiðmar – „Beautiful Brown Eyes" (trad. Nord-America)
  1. 1. og 2. bekkur: Þumallína og söngurinn um Hans klaufa.
  1. Leikþáttur 3. og 4. bekkjar um Hans klaufa.
  1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Teitur, Tómas, Kadri – „Litill snigill".
  1. 5. og 6. bekkur flytur leikþáttinn „Nýju fötin keisarans" .
  1. 7. og 8. bekkur flytur sína útgáfu af  „Prinsessunni á Bauninni".
  1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Bjarney, Katrin Sól, Kadri – „Í Hliðarendakoti" (Friðrik Bjarnason).
  1. 9. bekkur sýnir myndband um „Prinsessuna á Bauninni".
  1. 10. bekkur sýnir myndband um nokkrar vel valdar persónur úr ævintýrum H.C. Anderse
  2. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Inga, Mansi, Svanhildur, Alfrun, Kadri - "Kvæðið um fuglana" (Alli H. Sveinsson/ Davið Stefánsson).
  3. Hljómsveitin Mörder leikur  2 lög
  4. Borðar afhentir í 8. - 10. bekk
  5. Hlé, vöfflur og kaffi og djús.
Hlé, vöfflur og kaffi  og djús fyrir krakkana. Klukkan 20:00 - 22:00 stendur árshátíðarnefndin fyrir balli, fyrir nemendur í 8. - 10. árgangi GÞ og Grunnskólans á Bakkafirði. Um galadansleik er að ræða og spariklæðnaður skilyrði. ATH að möguleiki er á því að framlengja ballið ef stuð ræður ríkjum, til klukkan 23:00 Aðgangseyrir inn á ballið er krónur 500.