Fréttir

Hvernig væri að koma með snjóþotur í skólann á morgun?

Okkur í skólanum finnst það aldeilis afbragðshugmynd, og leggjum því til að allir jafn áhugasamir og við, komi með snjóþotur í skólann á morgun til að renna sér á, í frímínútum.
Lesa meira

Skyndihjálparkynning í boði Rauða kross Íslands

Á 90.ára afmælisdegi Rauða Kross Íslands, 10.desember, fengu allir nemendur Grunnskólans á Þórshöfn skyndihjálparkynningu í boði afmælisbarnsins. Í bréfi frá RKÍ segir: "Ókeypis skyndihjálparkynning frá Rauða krossinum Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli félagsins um þessar mundir.  Af því tilefni hefur verið blásið til sóknar í kynningu á skyndihjálp, einu elsta og mikilvægasta verkefni félagsins.
Lesa meira

Óskilamunir frá jólamarkaði

Hér eru þó nokkrir bakkar í óskilum frá kaffisölu á jólamarkaði.Við bendum foreldrum að nálgast þetta á skrifstofu ritara.
Lesa meira

Jólatónleikar Tónlistarskólans eru í dag!

Alla vikuna hafa krakkarni stokkið yfir til Kadriar í alls kyns æfingar og samspil, svo sem best megi takast til á Jólatónleikum skólans sem haldnir verða í Þórsveri nú klukkan 17.00. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Skólinn lokaður til 10 í dag, 9. des. vegna veðurs

Vegna óveðurs og hálku verður skólinn lokaður til 10:00.Ef eitthvað breytist verður sent út sms til aðstandenda.Með von um að veðrið lægi og ekki hljótist frekari skaði af, sem allra fyrst, starfsfólk skólans.
Lesa meira

Kuldaboli og klæðnaður

Nú er heldur kalt úti og mikið er um að nemendur okkar komi ekki með réttan klæðnað í skólann.Við viljum koma þeim tilmælum til foreldra að tryggja að sín börn fari með tilheyrandi útifatnað með sér í skólann og geti því tekið þátt í leik og starfi eins og þau óska sér í skólanum. Með jólastöðvakveðju, Starfsfólk.
Lesa meira

Leyfi nemenda

Af gefnu tilefni minnum við foreldra og forráðamenn nemenda á,  að snúa sér til umsjónarkennara varðandi frí fyrir nemendur sína.
Lesa meira

Matseðill fyrir desember

Hér getur að líta matseðil fyrir desember mánuð.Síðast liðin fimmtudag sat Karen með foreldrum og nemendum sem fengu tækifæri til að ræða matseðilinn og koma með tillögur.
Lesa meira

Skapandi skólastarf á jólastöðvum fimmtudag og föstudag

Á fimmtudag og föstudag verður skapandi skólastarf í hávegum haft hér í skólanum. Þá verða jólastöðvarnar og fjölbreytt verkefni í boði. Á föstudag verður tvöfaldur dagur þannig að nemendur verða áfram í skólanum til klukkan 17:00 og taka á móti foreldrum sínum, sysktkinum, ömmum, öfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á því að koma í skólann og sýna þeim afrakstur þessara jólastöðva. Gestum verður boðið upp á kaffi, kakó með rjóma og nemendur koma með smákökur að heiman til að gæða sér á (eða kex úr búiðinni). Á jólastöðvum verða fjölbreytt verkefni og vonandi finna allir nemendur eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna þau verkefni sem verða í boði þessa daga - ath að ekki er endilega um myndir af því sem verður nákvæmlega gert - heldur einingus vísbeningar! ATH: Allir nemendur þurfa að koma með hvíta sokka með sér í skólann og e.t.v.
Lesa meira

Breytingar á skóladagatali

Grunnskólinn á Þörshöfn hefur breytt skóladagatali sínu að undangengnu samþykki Fræðslunefndar, þannig: Föstudagurinn 5.desember verður tvöfaldur dagur þar sem foreldrum verður boðið í skólann klukkan 14:30 - 17:00 til þess að eiga notalega stund, skoða afurðir skapandi starfs á jólastöðvunum sem eru nú á fimmtudag og föstudag. Í boði verður kaffi, kakó með rjóma og mega nemendur koma með smákökur til að drekka seinni partinn á föstudaginn.
Lesa meira