Leiklistarnámskeið

  1.-12. febrúar mun Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn ásamt góðum styrktaraðilum bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans. Til verksins hefur verið fenginn Jóel Ingi Sæmundsson, leikari, en hann er okkur góðkunnur hér á Þórshöfn, þar sem hann ólst upp og gekk hér í grunnskóla. Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í hvernig koma skuli fram við annað fólk, þau læra að virða hvort annað og losa hömlur sem svo oft liggja á unglingum. Þau koma til að læra að tjá sig og koma frá sér hugsunum sínum á uppbyggilegan hátt. Þau læra að mistök eru eitthvað sem menn verða að gera til að læra. Jóel kemur til með að vinna með: spuna, framkomu, líkamsvinnu (kenna þeim að beita líkamanum rétt), textavinnu og þess háttar. Námskeiðið endar með afurð sem foreldrar geta komið og séð í lokin. Það verður mismunandi uppsett eftir því hvernig hóparnir verða uppbyggðir og miðast allt að því að krakkarnir fái að njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á bjóða. Þá verður endað með afurð sem foreldrar gætu séð í lok námskeiðs. Þetta er mismunandi eftir því hvernig hópurinn er uppbyggður og miðast allt að því að krakkarnir fái á njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á að bjóða.   Við í skólanum hlökkum til að vinna með foreldrafélaginu að skipulagningu námskeiðsins. Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins koma á næstu dögum.