Eldvarnarátakið LSS og slökkviliðsmanna árið 2013.
Slökkviliðsmenn Slökkviliðs Þórshafnar verða á ferðinni í Grunnskólanum á Þórshöfn þriðjudaginn 3.desember. Slökkviliðið heimsækir 3.-4.bekk og fer yfir eldvarnir með þeim. Krakkarnir eru þær bestu forvarnir sem hægt er að hafa og taka þau af miklum áhuga við þessari fræðslu og fara með það heim. Verkefnið byggist á að kynna fyrir krökkunum slökkviálfana Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðamenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. og 4. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is