Á fimmtudag og fötudag (5. og 6. des.) verður skólahald með nokkuð öðrum hætti en stundaskrá
segir til um. Skólastarfið helgað jólunum og settar verða upp fimm jólastöðvar
sem allir nemendur skólans sækja, í aldursblönduðum hópum.
Jólastöðvarnar sem verða í boði nú í ár eru:
Krúttlegar krukkur - lifað í lukku-krukku
Krukkur breytast í dýrindis djásn.
Siðir og venjur - greppitrýni og gersemar
Farið yfir þjóðsögur og þjóðhætti tengda jólum.
Skapað og skorið - Stungið og stoppað!
Jólasveinar, óróar og ullin þæfð
Konungleg kort og kúnstugar kellur
Jólakortagerð eftir öllum kúnstarinnar reglum (eða óreglum...)
Leikið og leirað - gráupplagt á grenið
Búið til skraut úr heimagerðum leir, tilvalið á jólatréð eða pakkann!
Dagskrá fimmtudag og föstudag er þessi:
Fimmtudagur
8:10 Nemendur fara til síns umsjónarkennara í sínar umsjónarstofur og farið er yfir daginn
og skipulag kynnt8:30 Nemendur fara á stöðvar eftir ákveðnu kerfi
10:00 Nesti með umsjónarkennara í umsjónarstofum
10:10 Frímínútur
10:30 Stöð
12:00 Hádegishlé12:30 Stöð
14:00 FrágangurFöstudagur8:10 Stöð
9:50 Útivist9:30 Kakó og rjómi í boði skólans og smákökur sem nemendur koma með að heiman í heimastofum10:10 Stöð
11:30 Frágangur og tiltekt - allir
12:00 Hádegisverður og helgarfrí