Jólastöðvarnar okkar eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi, - eða eru þær kannski bara eins og skólinn ætti að vera alla dag? Það er nú stóra spurningin!
En að minnsta kosti er það svo að við í skólanum stöndum á því fastar en fótunum að skapandi skólastarf sé líka nám og ekki síðra en annað nám!
Hér fylgir með, markmið og námsmatsþættir jólastöðvanna:
Jólastöðvar Grunnskólans á Þórshöfn eru tveir skóladagar og er markmiðið með þeim fjölþætt:
Fjölbreytilegt námsumhveri og kennsluaðferðir, sem eru hvetjand og styðjandi skipta miklu máli til þess að nemendur nái að auka hæfni sína og færni. Verkefnin á jólastöðvunum eru fjölbreytt og þjálfa mismundandi hæfni nemenda. Fjöldi námsgreina koma við sögu, m.a. íslenska, saga, auk list og verkgreina.
Eitt hið mikilvægasta í öllu skólastarfi er að skapa góðan skólabrag og þar skiptir mestu samskiptahæfni nemenda. Með því að aldursblanda nemendum á stöðvarnar læra þeir að umgangast fleiri en bekkjarfélaga sína og þjálfast í að aðstoða og umgangast sér yngri eða eldri nemendur. Viðfangsefni sem tengja skólastarfið við daglegt líf og störf sem nemendur sinna í framtíðinni stuðla að alhliða þroska, velferð og hæfni nemenda.
Rökstuðningur og markmið eru tekin úr Aðalnámskrá grunnskóla
Námsmat mun eiga sér stað í kjölfar stöðvanna, bæði sjálfsmat og kennaramat. Þar verður lögð áhersla á að meta:
Áhuga og frumkvæði
Kurteisi og tillitssemi
hvernig gengur að fara eftir fyrirmælum og vinnulag nemenda
Umgengni og frágang
Samvinnu við aðra nemendur og hjálpsemi
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is