Á morgun 20. janúar lætur Halldóra Sigríður af störfum sem kennari hér við skólann og Elín Finnbogadóttir kemur í hennar stað. Við þökkum Höddu fyrir frábærar samverustundir og góð störf hér við skólann - hennar verður sárt saknað, en maður kemur í manns stað. Elín er ferðamálafræðingur, með menntun í viðburðastjórnun, íslenskukona góð, auk þess sem hún hefur numið við Menntavísindasvið HÍ og unnið við grunnskóla. Elín mun einkum kenna íslensku í 9. og 10. bekk og heimilisfræði á miðstigi. Dönskukennslan færist yfir til Hrefnu Ýrar og Hönnu Maríu. Við bjóðum Elínu velkomna og vonandi verður henni vel tekið af öllum.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is