Á morgun, þriðjudaginn 4. febrúar er samtalsdagur í skólanum. Umsjónarkennarar hitta nemendur sína og foreldra í sínum umsjónarstofum. Vegna óhapps sem varð við austur inngang skólans, er gengið inn um vestur innganginn. Verið velkomin og vonandi hafið þið notið þess að fara í gegnum námsmatsmöppurnar! Munið að taka möppuna með í samtalið á morgun og ekki gleyma að fylla út vetrarsamtalsblaðið sem fylgdi með henni! Allir eru velkomnir í kaffisofa á kaffistofunni okkar. P.s: Þakkir fyrir frábærar viðtökur á skráningunni á Mentor! Bara snilld að það sé hægt að ganga svona frá skráningunum en þetta eykur líkurnar á því að allir fái tíma sem henti þeim sem best.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is