112 dagurinn – Brunaæfing

í tilefni af 112 deginum í síðustu viku var brunaæfing í grunnskólnum í gær, 18. febrúar. Fresta þurfi æfingunni í síðustu viku vegna seinkunar á áætlunarflugi þann daginn. En nú var skólanum skellt á brunaæfingu með Slökkviliði Langanesbyggðar, Lögreglunni og sjúkrabílnum. Allt gekk að óskum, stóðu nemendur og starfsfólk sig með miklum sóma. Svo ekki sé minnst á slökkviliðið sem var komið hér á örskammri stundu, óð inn í reykinn í forstofunni (sem búinn var til) og bjargaði þar út einum starfsmanni sem hafði verið skilinn þar eftir. Við lærðum mikið af þessari æfingu og verðum enn betur undirbúin fyrir þá næstu, sem er  aldrei að vita, hvenær verður!