Þorrablót á fimmtudaginn

Á morgun fimmtudag er tvöfaldur dagur hjá okkur í skólanum. Fyrrihluti dagsins er hefðbundinn og kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá. Klukkan 17:00 hefst Þorrablót skólans en þá er hefð fyrir því að nemendur og foreldrar þeirra mæti í Þórsver og borði saman þorramat sem fólk kemur með sér að heiman. Verslunin Samkaup er full af ljúffengum þorramat og okkur er því ekkert að vanbúnaði að blóta þorrann! Gestir taka með sér borðbúnað, glös og drykki og sjá sjálfir um fráganginn. Hefð er fyrir því að gestir komi í þjóðlegum klæðnaði - lopapeysan er alltaf sígild, en hún er ekki nein skylda! Nemendur hafa verið að undirbúa skemmtidagskrá fyrir Þorrablótið og munu standa fyrir glæsilegri dagskrá. Búast má við að skemmtunin standi til klukkan 19:00 og þá taki frágangur við. Frístund verður á morgun til klukkan 15:00.