Vika atvinnulífsins

Í þessari viku eru einungis tveir kennsludagar, þ.e.a.s. ef af verkfalli verður, en hún er tileinkuð atvinnulífi staðarins. Nemendur munu kynnast störfum sveitarstjórnar, verkefnum sveitarfélaga, starfsemi fyrirtækja á svæðinu eða vera í öðrum verkefnum sem skilgreind eru og skipulögð í sameiningu af skóla og heimilum. Þau verkefni eru þess eðlis að nemendur fara t.d. í sauðburð eða vinna undir stjórn annarra en kennara. Á morgun þriðjudaginn 13. maí er starfsdagur, tileinkaður skólanámskrárgerð. Jakob Frímann Þorsteinsson og Vanda Sigurgeirsdóttir munu stýra vinnunni en þar verður meðal annars fjallað um útinám og leiðir til að auka fjölbreytni í kennsluháttum. Á fimmtudag má ætla að sé verkfall (fylgist vel með fréttum) og á föstudaginn er samtalsdagur. Foreldrar eru minntir á að skrá samtalstíma sem þeim hentar á mentor. Hér má finna skemmtilega grein eftir Jóhannes Kr. fréttamann um unga menn hér á staðnum sem stunda sjóinn þó ungir séu. http://johanneskr.is/aevintyri-vid-bryggjuna-a-thorshofn/